is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24554

Titill: 
  • Fjármál íslenska ríkisins 2000-2014. Sjálfbærni ríkisskulda
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Haustið 2008 varð á Íslandi alvarleg ríkisskuldakreppa þegar að þrír stærstu bankarnir á Íslandi féllu. Íslensku bankarnir höfðu vaxið mikið eftir að þeir voru einkavæddir á árunum 1998-2003 og útlán íslenska lánakerfisins voru orðin 430% af VLF í lok árs 2007. Eftir fall bandaríska fjárfestingarbankans Lehman Brothers í september 2008 lentu íslensku bankarnir í miklum erfiðleikum og svo fór að Glitnir, Kaupþing og Landsbankinn féllu í október 2008. Endurreisn og björgun bankanna varð íslenska ríkinu kostnaðarsöm og mikill samdráttur varð í hagkerfinu í kjölfarið. Í þessari ritgerð eru fjármál íslenska ríkisins greind á árunum 2000-2014 og sjálfbærni ríkisskulda á Íslandi skoðuð.
    Á árunum 2000-2007 var mikill efnahagsuppgangur á Íslandi og allar helstu hagstærðir ríkisins hagstæðar. Skuldahlutfall ríkisins var lágt, atvinnuleysi lítið, hagvöxtur mikill og frumjöfnuður ríkisins í góðu jafnvægi. Eftir bankahrunið 2008 varð algjör umsnúningur á helstu hagstærðum ríkisins, hagvöxtur varð neikvæður, atvinnuleysi jókst, halli varð á frumjöfnuði ríkisins og skuldahlutfall Íslands hækkaði. Ísland óskaði eftir aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til að styrkja gjaldeyrisvaraforða Seðlabanka Íslands ásamt því að íslenska ríkið fékk lán frá Norðurlöndunum og Póllandi.
    Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að skuldastaða Íslands í lok árs 2014 er góð og að Ísland standi vel að vígi til að lækka skuldahlutfall sitt. Til þess að slíkt geti orðið að veruleika skiptir miklu máli að Ísland sýni aðhald í ríkisfjármálum og stefni að því að reyna skila afgangi upp á 1-3% af VLF. Takist það eru allar líkur á því að skuldahlutfall Íslands lækki verulega á næstu árum. Ísland stendur vel að vígi í alþjóðlegum samanburði á brúttó og nettó skuldahlutfalli ásamt því að hagvöxtur er óvíða hærri en á Íslandi. Ísland hefur unnið vel úr erfiðum aðstæðum sem það lenti í árið 2008 og tekist að koma skuldum Íslands í átt að sjálfbærum ríkisskuldum.

Samþykkt: 
  • 12.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24554


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS lokaritgerð 2016 Hlynur Helgason 1.pdf1.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna