is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24555

Titill: 
 • Að flytja úr foreldrahúsum : stuðningur við foreldra og ungt fólk með þroskahömlun
Útgáfa: 
 • Desember 2015
Útdráttur: 
 • Markmið þeirrar rannsóknar sem hér er til umfjöllunar er að varpa ljósi á það með hvaða hætti staðið var að undirbúningi og stuðningi við foreldra og ungt fólk með þroskahömlun við þau tímamót að flytja að heiman. Auk þess var kannað hvort fólkið hafði val um búsetu og ef svo var, um hvað valið snerist og hvernig aðstæður þess voru eftir flutning. Greinin byggist á niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar sem gerð var á árunum 2006 til 2009 þegar tekin voru viðtöl við foreldra sjö ungmenna. Auk þess voru tekin viðtöl við unga fólkið og gerðar þátttökuathuganir á heimilum þess. Þegar rannsóknin var gerð höfðu sex ungmennanna búið á sambýli en eitt þeirra í íbúðakjarna í um það bil eitt ár.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að þátttakendur hafi haft lítið val um búsetu og verið hvattir til að taka því sem í boði var. Unga fólkið tók lítinn þátt í undirbúningsferlinu en foreldrarnir sáu um að sækja um búsetu og samskiptin við þjónustuskrifstofu. Oft var undirbúningsferlið stutt og foreldrum fannst skorta stuðning, samráð og upplýsingar. Þá höfðu samskipti við þjónustuaðila og starfsfólk á verðandi heimilum fólksins veruleg áhrif á það hvernig til tókst. Þegar vel tókst til var hæfilegur aðlögunartími, upplýsingaflæði gott og mikið samráð haft við foreldra. Þá benda niðurstöður til þess að það sé lykilatriði að unga fólkið og foreldrar þess séu virt og viðurkennd sem mikilvægasti hlekkurinn í undirbúningsferlinu og upplifi að þjónustuskrifstofan vinni með þeim frá fyrsta degi.
  Út frá niðurstöðum rannsóknarinnar má álykta að auka þurfi stuðning við foreldra og unga fólkið við þessi tímamót í lífinu. Auk þess þarf að gera átak í að auka fjölbreytni í búsetumálum fólks með þroskahömlun og upplýsa foreldra og starfsfólk um réttindi fatlaðs fólks, ekki síst til sjálfsákvörðunar.

 • Útdráttur er á ensku

  This article reports on findings from a qualitative research project conducted between 2006 and 2009. The purpose of the research is to shed light on how parents and their adult children with intellectual disabilities were prepared and supported through the transition of moving away from home. We explored various housing options available, and how the participants adjusted to this transition. The participants were parents of seven young adults with intellectual disabilities. Data were collected through semi-structured interviews with the parents. The young people were also interviewed and participant observations were carried out in their new homes. The purpose of the participant observation was to get a better understanding of their daily lives in their new home, which was particularly important in those cases when participants had difficulties articulating themselves. All interviews were recorded and transcribed and took place in the participants’ homes. At the time of the research all of the young people had lived in group homes for approximately one year, apart from one who lived in a supported housing environment.
  The results of the study indicate that participants had limited options to choose between different housing arrangements and were advised and pressed to accept what was offered. The young adults were largely left out of preparation for the transition whereas the parents applied for housing and communicated with social services on behalf of their adult children. The transition process was usually brief and parents felt they lacked support, information, consultation and cooperation both before and after the young people left home. Communication with service providers and the staff at the new homes had considerable effect on the adaptation of the young people. What characterized the most successful cases was a long transition process, good flow of information and significant cooperation with participants, especially the parents. Furthermore, the importance of support from family and friends was apparent at this milestone. The results also revealed that a fundamental factor in the process is respect and acknowledgement of the young adults and their parents as the most important elements in the transition process and their perception that the social service system is working with them right from the start.
  From the results it can be concluded that increased support to parents and their young adults is needed at this milestone in their lives. The Convention on the Rights of Persons with Disabilities specifically recognizes the importance, for all persons with disabilities, of the freedom to make their own choices and they should be involved in decision-making regarding their own lives. The Icelandic representative signed the convention on behalf of the Icelandic nation, and even though it has not been ratified, Icelandic legislation stated that the execution of the law should be guided by the convention. The findings of this study indicate that despite these legal rights, a discrepancy remains between the legal rights and the reality most of the participants had to face.

Birtist í: 
 • Netla
ISSN: 
 • 1670-0244
Athugasemdir: 
 • Sérrit 2015 - Hlutverk og menntun þroskaþjálfa
Samþykkt: 
 • 12.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24555


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Broddadóttir, Stefánsdóttir - 2015 - Að flytja úr foreldrahúsum stuðningur við fo.pdf480.37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna