is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24559

Titill: 
 • Útivist í þéttbýli : saga, gildi og tækifæri
 • Titill er á ensku Outdoor activities in urban areas : history, value and opportunities
Útgáfa: 
 • Desember 2015
Útdráttur: 
 • Vaxandi áhugi er meðal almennings á útivist og aukin áhersla er á útinám í tómstunda- og skólastarfi. Vettvangur þess er oft og tíðum útivistarsvæði í og við þéttbýli. Í greininni er fjallað um sögu og þróun útivistarsvæða og rýnt í hlutverk þeirra, gildi og notkun í fortíð, nútíð og framtíð. Útivistarsvæði í og við þéttbýli eru fjölbreytt og gegna mikilvægu og fjölþættu hlutverki sem nauðsynlegt er að skilja og meta.
  Í greininni er sagt frá rannsóknum er tengjast útivist, útilífi og útvistarsvæðum. Þær benda til fjölbreyttra áhrifa, meðal annars á heilsu og samfélag, auk þess sem útivistarsvæðin eru sett í sögulegt og félagslegt samhengi. Fjögur ólík útivistarsvæði í nágrenni þéttbýlis eru skoðuð sérstaklega og þau greind og rædd.
  Meginniðurstaða greinarinnar er sú að útivistarsvæðin eigi sér félagslega forsögu og gegni fjölþættu hlutverki sem hefur þróast og breyst eftir því sem samfélagið breytist. Svæðin eru vettvangur fyrir æ fjölbreyttari útivist almennings, vaxandi útilíf, og uppeldislegt gildi þeirra er mikilvægt fyrir þróun útináms í nærumhverfi barna í frístunda- og skólastarfi. Huga þarf betur að vaxandi straumi fólks sem nýtir útivistarsvæðin og mæta betur fjölþættum þörfum samtímans jafnframt því sem tekið verði markvisst á þeim árekstrum sem aukin og fjölbreyttari notkun svæðanna leiðir af sér.
  Útivistarsvæðin eru oft sú líflína sem er á milli náttúrunnar og upplifunar barna á henni. Mikilvægt er að efla þverfaglegt samstarf við þróun svæðanna og í greininni er vakin athygli á mikilvægu framlagi tómstunda- og félagsmálafræðinga í því samstarfi, sem sérfræðingum í tómstundum allra aldurshópa. Í greininni er fléttað saman fræðilegum heimildum og reynslu höfunda af útivist og útinámi í frístunda- og skólastarfi.

 • Útdráttur er á ensku

  In recent years, public interest in outdoor activities has grown and an increased emphasis has been placed on outdoor learning within schools and leisure centers. The venue for these activities is often outdoor recreational areas in and around urban areas. This paper discusses the history and development of out-door recreational areas and examines the role, value and use of those areas in the past, present and future. Outdoor recreational areas in and around urban areas are diverse and play a number of important roles. The paper discusses research related to outdoor activities, outdoor life and outdoor recreational areas, with outdoor areas placed in a historical and social context. Four different urban recreational areas are specifically examined, analysed and discussed. Findings indicate a variety of effects they have, including effects on individual health and the local community. The main conclusion of this paper is that outdoor recreational areas result from social causes and have multifaceted functions that have evolved and changed in relation to changes in society. These areas are the sites of increasingly diverse outdoor activities and are therefore of great pedagogical value which needs to be taken into consideration when developing outdoor learning in the immediate environment of schools and leisure centers. Focus should be directed towards the rising influx of people who use outdoor areas in order to meet the increasingly varied needs of modern society. Moreover, ways must be sought to minimize potential conflicts that might arise as a result of these diverse interests. Outdoor recreational areas are often the lifeline between nature and children’s experience of nature. It is important to bolster interdisciplinary cooperation in developing outdoor recreational areas. This paper will highlight significant ways in which leisure specialists and social pedagogues have collaborated in that development as experts in the leisure of all ages. The paper combines academic resources as well as the author’s experience of outdoor activities in educational contexts.

Birtist í: 
 • Netla
ISSN: 
 • 1670-0244
Athugasemdir: 
 • Sérrit 2015 um útinám.
Samþykkt: 
 • 12.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24559


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þorsteinsson, Aðalsteinsson - 2015 - Útivist í þéttbýli saga, gildi og tækifæri - Netla.pdf1.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna