is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24560

Titill: 
  • Áhrif hillupláss á kaffisölu. Markaðsrannsókn um neytendahegðun á kaffimarkaði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknir neytendahegðunar hafa sýnt fram á þau áhrif sem söluvettvangur getur haft á kauphegðun neytenda í matvöruverslunum. Þar á meðal eru þættir eins birta í verslun, tónlist, hitastig og hillupláss svo eitthvað sé nefnt. Fyrir birgja er skipulag hillupláss mikilvægur þáttur þar sem staðsetning og fjöldi raða í hillu getur haft áhrif á sölu vörunnar. Það er þó mismunandi eftir vöruflokkum hversu sterk slík áhrif geta verið.
    Markmið þessarar rannsóknarritgerðar er að nýta fræði neytendahegðunar til að athuga áhrif hillupláss á sölu á pökkuðu kaffi og kanna hvernig hilluplássi er úhlutað til vörumerkja á kaffimarkaðinum. Ritgerðin var gerð í samstarfi við kaffiframleiðandann Kaffitár ehf. og var því greining gagna að miklu leyti gerð með þeirra hagsmuni í huga. Þrjár rannsóknir voru framkvæmdar, hver í sínu lagi, og niðurstöður þeirra síðan dregnar saman í lokin með hliðsjón af fræðunum. Þá var fyrst sett fram spurningakönnun til að fá tilfinningu fyrir vörumerkjatryggð hjá kaffineytendum en það er einn þeirra þátta sem ræður áhrifum hillupláss á sölu mismunandi vöruflokka. Næst voru skoðuð fyrirliggjandi gögn frá AC Nielsen til að sjá markaðshlutdeild helstu aðila á markaðinum. Að lokum voru matvöruverslanir heimsóttar og skipulag á hilluplássi skoðað í hverri verslun fyrir sig.
    Niðurstöður rannsóknanna benda til þess að hillupláss hafi einhver áhrif á kaffisölu en að jaðarábati þess að fá betra hillupláss fari minnkandi. Flestir neytendur virðast ómeðvitað eða meðvitað vera búnir að gera upp hug sinn um hvaða vörumerki þeir vilja kaupa en eru þó ekki svo staðráðnir í því að þeir íhugi ekki annan valkost. Hilluplássið skiptir þá mestu máli til að fólk sem hefur ákveðið að kaupa ákveðna vöru finni hana en einnig til að veita valmöguleika þegar fólk ákveður að kaupa aðra vöru en það gerir venjulega. Kaffitár stendur vel að vígi þegar kemur að hilluplássi í flestum verslana.

Samþykkt: 
  • 12.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24560


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif hillupláss á kaffisölu.pdf2.81 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna