is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24561

Titill: 
  • Efnahagsreikningar blásnir út. Breytingar á reikningshaldslegri meðferð leigusamninga hjá leigutökum samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um þær breytingar sem fylgja nýjum reikningsskilastaðli um leigusamninga, IFRS 16, en hann mun taka við af eldri staðli um sama efni, IAS 17, í byrjun ársins 2019. Einnig verður fjallað um útgefanda IFRS reikningsskilastaðla, Alþjóðlega reikningsskilaráðið og notkun IFRS staðla á Íslandi. Skýrt verður frá vinnuferli Alþjóðlega reikningsskilaráðsins við gerð IFRS 16 og hvernig fyrirtæki skulu haga upptöku staðalsins. Svo verður farið í að útskýra IAS 17, hvernig staðallinn skilgreinir leigusamning og hvaða viðmið hann setur við reikningsskil. Fjallað verður um markmið breytinganna og þá gagnrýni sem IAS 17 hefur fengið. IFRS 16 verður svo borinn saman við IAS 17 og farið verður yfir helstu breytingar sem fylgja staðlinum. Í lokin verður síðan fjallað stuttlega um reikningshaldslega meðferð rekstrarleigusamninga hjá Reykjanesbæ og um álit 1/2010 sem reikningsskila- og upplýsinganefnd Innanríkisráðuneytis sendi frá sér.
    Helstu niðurstöður eru þær að með IFRS 16 verður ekki lengur greint á milli fjármögnunarleigu og rekstrarleigusamninga, en þess í stað tekin upp ein skilgreining fyrir alla leigusamninga. Allir leigusamningar skulu eignfærðir og koma fram á efnahagsreikningi félaga í stað þess að sá hluti leigusamninga sem skilgreindir hafa verið sem rekstrarleigusamningar séu eingöngu taldir fram í skýringum ársreikninga félaga. Eignir munu aukast við þetta og í stað leigugjalda munu koma afskriftir og vaxtakostnaður. Mun þetta hafa umtalsverð áhrif á reikningsskil félaga. Og að lokum að reikningshaldsleg meðferð rekstrarleigusamninga hjá Reykjanesbæ sýnir glögglega að núverandi staðall gefur ekki nógu skýra mynd af leigusamningnum.

Samþykkt: 
  • 12.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24561


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Auðunn Haraldsson.pdf497.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna