is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24564

Titill: 
  • Nútímafjölskyldan þarf sveigjanleika. Viðhorf starfsmanna Íslandsbanka til sveigjanleika í starfi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Lokaverkefni þetta fjallar um viðhorf starfsmanna Íslandsbanka til sveigjanleika í starfi. Markmið rannsóknarinnar eru þríþætt og má þar í fyrsta lagi nefna að kanna hvaða áhrif sveigjanleiki í starfi hefur á starfsánægju starfsmanna Íslandsbanka en jafnframt hvort að sveigjanleiki í starfi stuðli að því að jafnvægi milli vinnu og einkalífs náist. Auk þess er kannað hvort sveigjanleiki í starfi ýti undir fjölgun vinnustunda starfsmanna. Farin er sú leið að bera saman starfsmenn í útibúum Íslandsbanka við þá sem starfa í höfuðstöðvum bankans til þess að sjá hvort mikill munur sé á milli starfa með tilliti til rannsóknarefnisins. Í öðru lagi verður greint frá viðhorfi starfsmanna Íslandsbanka til sveigjanleika í starfi. Í þriðja lagi verður svo fræðileg umfjöllun og greint frá þeim lögum sem sett hafa verið undanfarin ár og snúa að því að vernda starfsmenn á vinnumarkaði. Þetta er gert til þess að fá greinargóða heildarmynd af viðfangsefninu til að byggja niðurstöður rannsóknarinnar á.
    Rannsóknin byggist á eigindlegri rannsókn en auk þess er stuðst við niðurstöður úr vinnustaðargreiningu sem Gallup framkvæmir árlega fyrir Íslandsbanka. Tekin voru hálf-opin viðtöl við 8 starfsmenn Íslandsbanka sem bæði starfa í útibúum bankans á höfuðborgarsvæðinu en einnig í höfuðstöðvum hans á Kirkjusandi.
    Rannsóknarspurningarnar eru eftirfarandi:
    • Stuðlar sveigjanleiki í starfi að því að jafnvægi náist á milli vinnu og einkalífs?
    • Ýtir sveigjanleiki í starfi undir fjölgun vinnustunda?
    • Stuðlar sveigjanleiki í starfi að aukinni starfsánægju hjá starfsmönnum Íslandsbanka?
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að sveigjanleikinn sem slíkur stuðlar ekki að því að jafnvægi náist á milli vinnu og einkalífs, nema síður sé. Starfsmenn í höfuðstöðvum vinna oft á tíðum á kvöldin og um helgar þótt starfsfólk útibúanna geri það yfirleitt ekki. Starfsmenn í höfuðstöðvum vinna lengur ef með þarf en í útibúunum er reynt að draga úr yfirvinnu svo yfirvinna er ekki mikil. En sveigjanleikinn gerir það að verkum að fólk getur ráðið sér aðeins meira sjálft og skipulagt eftir þörfum hvers og eins og því ætti álag á starfsfólk ásamt álagi á heimilislífið að vera í meira jafnvægi. Að sama skapi má segja að erfitt sé að fullyrða að sveigjanleiki í starfi valdi fleiri vinnustundum eða hvort að það sé tæknin almennt sem geri það að verkum. Starfsmenn Íslandsbanka eru almennt mjög ánægðir í starfi, hvort sem um ræðir starfsmenn í útibúum bankans eða höfuðstöðvum. Starfsmenn útibúanna eru þó ívið ánægðari í starfi en starfsfólk höfuðstöðva. Munurinn er engu að síður það lítill að erfitt er að greina nákvæmlega hvað útskýrir hann.

Samþykkt: 
  • 12.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24564


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Nútímafjölskyldan þarf sveigjanleika - final.pdf674,65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna