is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24567

Titill: 
  • Starfsmannasamtöl: Viðhorf starfsmanna í íslensku atvinnulífi. Starfsánægja og traust gagnvart yfirmanni
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur við að meta frammistöðu starfsmanna er að bæta framlag einstaklinga með það að leiðarljósi að ná settum markmiðum og tengja þau við markmið fyrirtækisins. Ef stjórnendur og starfsmenn eru ekki jákvæðir í garð starfsmannasamtala öðlast fyrirtæki ekki þann ávinning sem lagt var upp með og hafa starfsmannasamtöl því ekki alltaf hjálpað til við að ná tilætluðum árangri. Viðhorf starfsmanna til starfsmannasamtala gegna stóru hlutverki í árangri starfsmannasamtala þar sem starfmenn eru tilbúnir til þess að taka þátt í leit að bættum árangri í starfi. Jákvæð upplifun og að starfsmenn skynji starfsmannasamtalið sem sanngjarnt leiðir til aukinnar ánægju starfsmanns. Starfsmannasamtal getur þar af leiðandi haft áhrif á starfsánægju einstaklinga. Traust er talið mikilvægt í sambandi yfir- og undirmanns. Ef samband þessara tveggja aðila byggir á trausti má rækta upp jákvætt viðhorf gagnvart starfsmannasamtölum.
    Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf og upplifun starfsmanna til starfsmannasamtala í íslensku atvinnulífi, sem og starfsánægju og traust gagnvart þeim sem að tekur starfsmannasamtalið. Við gagnastöfnun var notast við megindlega aðferðafræði þar sem að þátttakendur voru 318 talsins og var könnunnin í formi spurningalista á rafrænu formi. Niðurstöður rannsóknarinnar styðja við fyrri rannsóknir og sýna fram á að almennt er jákvætt viðhorf gagnvart starfsmannasamtölum. Einnig kom í ljós að jákvætt samband er á milli viðhorfs til starfsmannasamtala, traust gagnvart þeim sem tekur starfsmannasamtalið og starfsánægju.

Samþykkt: 
  • 12.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24567


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS-ritgerð-5-Karitas-Hrafns-Elvarsdóttir.pdf1.84 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna