is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24570

Titill: 
  • Ferli stefnumótunar innan íslensks banka. Upplifun stjórnenda á innleiðingu nýrrar stefnu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðskiptaumhverfi íslenskra banka á Íslandi er síbreytilegt. Slíkt umhverfi krefst breytingarstjórnunar til þess að uppfylla þarfir markaðarins. Þar skipar stefnumótun sér stórann sess í rekstri íslenskra viðskiptabanka. Ferli stefnumótunar getur reynst erfitt og þá sérstaklega þegar það kemur að því að innleiða stefnuna. Hugtakið stefnumótun er alls ekki nýtt af nálinni og í dag eru til margir fræðiskólar og mismunandi kenningar um hið besta ferli stefnumótunar.
    Markmið þessarar rannsóknar er að skoða ferli stefnumótunar innan eins íslensks banka, ásamt upplifun stjórnenda á innleiðingu nýrrar stefnu. Fjallað verður um fræðilegan bakgrunn stefnumótunar og stjórnunarhátta á Íslandi. Skoðuð verða helstu skref stefnumótunar, með áherslu á innleiðingarferlið, ásamt helstu áhersluatriðum í starfi stjórnenda í stefnumótun.
    Þessi rannsókn var framkvæmd eftir eigindlegri aðferðafræði þar sem rannsakandi leitaðist eftir því að varpa skýrara ljósi á ferli stefnumótunar innan íslensks banka. Fyrirbærafræði var notuð sem rannsóknaraðferð í þessari rannsókn vegna eðlis hennar til að skoða upplifun fólks á ákveðnu fyrirbæri. Tekin voru þrjú djúpviðtöl við aðila sem koma að stefnumótun innan bankans og greindu þeir frá upplifun sinni af innleiðingarferli stefnu, ásamt upplifun sinni á eigin stjórnun. Úr gögnum viðtalanna birtust fjögur þemu; þátttaka er mikilvæg, reynslan skiptir sköpum, aðgreining er lykillinn og sýnt er fram á það góða með nýrri stefnu. Úr helstu niðurstöðum viðtalanna má álykta að þátttaka allra starfsmanna sé lykillinn að vel heppnuðu innleiðingarferli. Það er í hlutverki stjórnenda hverrar rekstrareiningar bankans að sýna það góða sem ný stefna býður fyrirtækinu upp á til þess að taka á þeim breytingum sem kunna að valda starfsfólki óánægju. Stefnuáherslur bankans eru vel skipulagðar og reynslan í gegnum árin hefur leitt í ljós mikilvægi aðgreiningar bæði innan fyrirtækisins og gagnvart samkeppnisaðilanum.

Samþykkt: 
  • 12.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24570


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ferli stefnumótunar innan íslensks banka - Lokaskil.PDF688.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna