is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24576

Titill: 
  • Áhrif stjórnendaþjálfunar Dale Carnegie á markmiðasetningu og hvatningu leiðtoga innan skipulagsheilda
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar var að kanna hvort stjórnendur væru meðvitaðri um að nýta sér markmiðasetningu og hvatningu eftir að hafa lokið stjórnendaþjálfun Dale Carnegie og ef svo væri hvaða áhrif það hefði fyrir viðkomandi skipulagsheild. Leitað var svara við eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hvaða áhrif hefur stjórnendaþjálfun Dale Carnegie á markmiðasetningu og hvatningu leiðtoga innan skipulagsheilda? Til þess að svara rannsóknaspurningunni var gerð eigindleg rannsókn. Tekin voru átta viðtöl við stjórnendur sem höfðu útskrifast af stjórnendaþjálfun Dale Carnegie og störfuðu annarsvegar í einkareknum- og hinsvegar ríkisreknum skipulagsheildum. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að stjórnendaþjálfun Dale Carnegie hafði áhrif á bæði markmiðasetningu og hvatningu leiðtoga innan skipulagsheilda. Námskeiðið hjálpaði viðmælendum að þróa og bæta leiðtogahæfni sína. Viðmælendur urðu meðvitaðri um hvernig þeir setja sér árangursrík markmið eftir námskeiðið. Þeir brutu markmiðin frekar niður í smærri viðráðanlegri verkefni sem varð til þess að þeir upplifðu aukna hvatningu í starfi. Námskeiðið hafði einnig þau áhrif að viðmælendur urðu meðvitaðri um að hvatning væri gott stjórntæki sem hefur góð áhrif á frammistöðu starfsmanna og skilar skipulagsheildinni auknum árangri.

Samþykkt: 
  • 12.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24576


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AnnaMariaAxelsdottir.LOKA.pdf837.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna