Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24580
Ritgerð þessi fjallar um það hvernig stjórnendur nýta jólagjafir sem hluta af starfsmannahvatningu fyrirtækja. Markmið rannsóknar þessarar var að leita svara við eftirfarandi rannsóknarspurningu: „Er munur á annarsvegar opinberum fyrirtækjum og hinsvegar einkareknum fyrirtækjum hvað varðar hvatningu til starfsmanna með fyrirtækjagjöfum, og þá sérstaklega jólagjöfum?“ Þær heimildir sem rannsóknin byggir á eru meðal annars skilgreiningar á mannauð og mannauðsstjórnun og hvað felst í hlutverki mannauðsstjóra. Útfrá því er skoðað nánar eitt mikilvægasta og mögulega mest krefjandi verkefni stjórnunar, hvatningu. Hvatning er flókið fyrirbæri sem tengist væntingum og þörfum starfsmanna, en þar ber stjórnendum að skilja og þekkja starfsfólk sitt vel til að geta nýtt aðgerðir hvatningar sem best. Einnig veit góður stjórnandi að það sem hvetur einn getur haft lítil eða engin áhrif á annan. Hvatning skiptist í innri- og ytri hvatningu. Innri hvatning er sú hegðun eða athöfn sem er framkvæmd vegna þeirrar persónulegu ánægju sem einstaklingur fær úr úr henni. Aftur á móti er ytri hvatning hegðun eða athöfn sem er framkvæmd til að öðlast m.a. efnisleg verðmæti.
Jólagjafir eru ein tegund umbunar sem flesti stjórnendur nýta til hvatningar starfsmanna sinna. Getur virði þeirra og áhrif verið mjög mismunandi á milli fyrirtækja
Niðurstöður rannsóknarinar benda til þess að ekki sé mikill munur á milli fyrirtækja hvað varðar þá athöfn að gefa starfsmönnum sínum jólagjafir í desember. Öll fyrirtækin gáfu einhverja gjöf en virði hennar var mismunandi. Þá virtist það að gefa jólagjöf oftar vera hefðarinnar vegna en að megin tilgangur hennar væri sú hvatning eða umbun sem hún gæti verið. Þær niðurstöður komu nokkuð á óvart sem og að svo virtist vera sem annað fyrirtækjanna á opinberum markaði hefði meiri sveigjanleika, hvað varðaði form og virði gjafar, en hin fyrirtækin sem skoðuð voru. Er það ekki í samræmi við þá skoðun sem virðist vera almennt ríkjandi að einkarekin fyrirtæki hafi meiri sveigjanleika þegar kemur að gjöfum til starfsmanna sinna en opinber fyrirtæki.
Lykilorð: Mannauðsstjórnun, mannauður, hvatning, jólagjafir, umbun
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS ritgerð 2016.pdf | 680.2 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |