is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24581

Titill: 
 • Fjárfestingar vogunarsjóða í föllnu íslensku bönkunum
 • Titill er á ensku Hedge funds' investments in claims on the collapsed Icelandic banks
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í kjölfar hruns íslensku viðskiptabankanna Glitnis, Kaupþings og Landsbanka Íslands árið 2008 var ljóst að þeir gætu aldrei staðið að fullu við skuldbindingar sínar upp á þúsundir milljarða króna. Árið 2009 var hafist handa við að taka á móti kröfum í bú föllnu bankanna og þegar kröfulýsingarfrestur var liðinn kom í ljós að erlendir vogunarsjóðir voru stór hluti kröfuhafa. Sjóðirnir höfðu keypt kröfur á hendur bönkunum stuttu eftir hrun þeirra á miklum afslætti og vonuðust til að hagnast verulega ef endurheimtur yrðu meiri en gert var ráð fyrir í upphafi. Vogunarsjóðir áttu samtals yfir 30% almennra krafna á hendur Kaupþingi og Glitni við lok kröfulýsingarfrests en umtalsvert minni kröfur á Landsbanka Íslands. Við nauðasamninga í árslok 2015 áttu sjóðirnir yfir 70% almennra krafna á hvern banka, enda voru viðskipti með kröfur umfangsmikil strax frá ársbyrjun 2010 og fram að samningum. Sjóðir á borð við þá sem keyptu kröfur á íslensku bankana eru gjarna nefndir „hrægammasjóðir“ og þykja þeir ansi harðir í horn að taka.
  Ritgerð þessari er ætlað að veita skýra mynd af umsvifum sjóðanna hér á landi. Farið er yfir stærstu sjóðina og hversu háar kröfur þeir áttu á bankana frá lokum kröfulýsingarfrests fram til nauðasamninga sem tóku gildi í árslok 2015. Einnig er áætlað hve mikið, ef nokkuð, sjóðirnir högnuðust á viðskiptum sínum með kröfurnar.
  Farið er yfir viðveru sjóðanna á Íslandi og þá miklu baráttu sem þeir háðu við yfirvöld til að koma eignum sínum framhjá fjármagnshöftum og úr landi. Seðlabanki Íslands og stjórnvöld lögðu mikla áherslu á að útgreiðslur til sjóðanna mættu ekki raska efnahagsstöðugleika íslensku þjóðarinnar og tóku þeir harða afstöðu gegn erlendum kröfuhöfum eftir að þeir reyndu fyrst haustið 2012 að komast með eignir sínar úr landi með gerð nauðasamninga. Þrjú ár tók að leiða það mál til lykta og var niðurstaðan sú að sjóðirnir og aðrir kröfuhafar föllnu bankanna þurftu að inna af hendi stöðugleikaframlög upp á hundruð milljarða króna til íslenskra yfirvalda.
  Allt bendir til þess að einungis örfáir vogunarsjóðir, nánar tiltekið þeir allra fyrstu til að fjárfesta í kröfum, hafi hagnast umtalsvert á Íslandsveðmáli sínu á meðan aðrir höfðu lítið sem ekkert upp úr krafsinu. Þá er ljóst að þriggja ára töf á nauðasamningum umfram þann tíma sem stefnt var að olli sjóðunum gríðarlegu tjóni.

 • Útdráttur er á ensku

  Following the collapse of Iceland's three major banks; Glitnir, Kaupthing and Landsbanki Islands in the fall of 2008, it became evident that they would never be able to fully repay their debts of thousands of billions of Icelandic kronas. In the year 2009, the banks' winding-up boards started recieving claims on the banks and after the claim registration period had ended it became apparent that foreign hedge funds were now a sizable part of the banks' creditors. The funds had purchased claims on the banks at a great discount, hoping to make a substantial profit if returns were higher than originally expected.
  This thesis addresses the hedge funds', often called vulture funds, presence in Iceland and their battle with Icelandic authorities to get their funds past capital controls. The identity of the largest funds is revealed and the amount of claims they held over the period from late 2009 and until composition agreement was finally reached in late 2015. The funds had originally hoped to escape Iceland with their money in 2012 but had to suffer huge opportunity costs for three years as they unsuccessfully tried to convince the government to give them exemptions from capital controls.
  Everything seems to indicate that only a handful of hedge funds made substantial profits from their Iceland investments while many of them made little to no profits, even losses.

Samþykkt: 
 • 12.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24581


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_Vogunarsjóðir_AlexanderFreyrEinarsson_FINAL.pdf2.31 MBLokaður til...26.03.2030HeildartextiPDF
Yfirlýsing_um_meðferð.pdf677.52 kBLokaðurYfirlýsingPDF