Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24586
Húsnæðismarkaðurinn á Íslandi er sífellt í umræðunni, enda er húsnæði eitthvað sem fólk getur ekki komist af án. Í þessari ritgerð er framboðshlið markaðarins rannsökuð. Verð á húsnæði hefur hækkað mikið frá hruni og er húsnæðisverð helsta ástæðan fyrir því að verðbólgan mælist þó þetta há í dag. Höfundur veltir því fyrir sér í þessari ritgerð hvort árangur Íslands samanborið við Noreg sé betri, verri eða jafnvel sambærilegur þegar kemur að framleiðni á byggingamarkaði. Horft er á magntölur, það er, hve margar vinnustundir eru á bakvið hvern fermeter við byggingu fjölbýlishúss í þessum tveimur löndum. Eftir skoðun gagna og útreikninga kemur í ljós að árangur Norðmanna er töluvert betri en okkar. Stuðst var við gögn frá verktökum ásamt opinber gögn bæði frá Noregi og hér heima á Íslandi. Einnig kemur í ljós að stærð íbúða skiptir máli þegar reiknaður er meðalkostnaður og jaðarkostnaður.
Í niðurlagi þessa verkefnis fer höfundur yfir atriði sem hann telur að hafi áhrif á mismun á framleiðni milli þessarra tveggja landa. Helstu vandamálin að mati höfundar eru óstöðugleiki í hagkerfinu og skipulag. Sveiflur hafa slæm áhrif á fjárfestingaumhverfið enda er fjárfesting það fyrsta sem fellur þegar kreppir að í hagkerfinu. Einnig geta áhrif eins og skipulag á vinnustað, starfsmannavelta og menntun iðnaðarmanna haft áhrif á árangur í þessum geira. En eitt er alveg ljóst, fjárfestingaumhverfið eins og í byggingaiðnaði verður að fylgja mannfjöldaaukningu því annars er hætta á verðbólum og verðhruni á víxl sem hefur slæm áhrif á eiginfjárstöðu heimilanna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokakjal.pdf | 1.02 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |