is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24589

Titill: 
  • Stefna í reynd hjá Landhelgisgæslu Íslands: Viðbragð í ólgusjó
  • Titill er á ensku Strategy as Practice at the Icelandic Coast Guard: Reaction in Stormy Waters
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bent hefur verið á mikilvægi rannsókna á stefnumiðuðu starfi opinberra skipulagsheilda og er þessari rannsókn ætlað að dýpka skilning á þessu viðfangsefni. Rannsóknin fjallar um stefnu Landhelgisgæslu Íslands út frá kenningum um lykilárangursþætti (e. key success factors) annars vegar og stefnu í reynd (e. strategy as practice) hins vegar, þar sem varpað er ljósi á samspil iðkenda (e. pratctitioners), starfshátta (e. practices) og iðkunar (e. praxis) stefnu.
    SVÓT greining og hagsmunaaðilagreining draga fram fjóra lykilþætti í starfsemi Landhelgisgæslunnar: Stöðumynd, viðbragð, skilvirkni og hagkvæmni og að Landhelgisgæslan sé eftirsóknarverður vinnustaður. Þessir lykilþættir byggja á lykilárangursþáttum eins og áreiðanleika tækja og kerfa, aðgengi að áhöfnum, þjálfun starfsfólks, skilvirkni verkferla og fleiri þátta sem geta nýst Landhelgisgæslu Íslands til árangurs í stefnumiðaðri stjórnun.
    Þetta er þriðja rannsóknin á Íslandi sem vitað er um að styðst við kenningar um stefnu í reynd og er um að ræða sérstaka leitandi raundæmisrannsókn (e. single exploratory case study) sem byggir á hálfstöðluðum viðtölum við átta einstaklinga sem starfa í stofnuninni og fyrirliggjandi gögnum bæði innan og utan stofnunarinnar. Rannsóknin varpar ljósi á hvernig stefna Landhelgisgæslunnar hefur tekið breytingum byggðri á formaðri og sjálfsprottinni stefnu í bland yfir tíma. Pólitísk stefnumörkun í bland við formlega stefnumótun stofnunar og ytri áhrifaþætti hefur bæði með beinum og óbeinum hætti haft áhrif til stefnubreytinga sem virðast oftar en ekki vera viðbragð iðkenda við áhrifum úr ytra umhverfi.

Samþykkt: 
  • 12.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24589


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stefna_i_reynd_hja_Landelgisgaeslu_Islands_lokaskjal.pdf1.99 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing um medferd lokaverkefna SMS.pdf111.96 kBLokaðurYfirlýsingPDF