is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24599

Titill: 
  • Makríll - nýr nytjastofn á Íslandsmiðum. Auðlind í þágu þjóðar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Makríll er nýr nytjastofn á Íslandsmiðum. Til greina kemur að fella stjórnun hans undir almenna löggjöf um nytjastofna á Íslandi, en einnig er það áleitin spurning hvort nýta eigi þetta tækifæri til þess að dreifa tækifærum og tekjum á sanngjarnari hátt en reyndin er með núverandi kerfi, sem verið hefur við lýði í aldarfjórðung.
    Farið er yfir fræðilegan grundvöll fiskveiðistjórnarinnar og lýst helstu markmiðum og leiðum og bent á þá kosti sem vænlegastir eru til stjórnunar nytjastofnum sem eru skilgreindir þjóðareign. Þá er gerð grein fyrir uppsjávarveiðum Íslendinga, stjórnun þeirra og þróun veiða og vinnslu. Að því loknu er staða makríls sérstaklega athuguð meðal annars með tilliti til þess að um deilistofn er að ræða og af þeim sökum verður nýting stofnsins alþjóðlegt mál sem semja þarf um. Samningar gætu aukið verðmæti makríls umtalsvert. Gerð er grein fyrir auðlindarentunni sem er í makrílveiðunum og hvernig best er fyrir stjórnvöld að stjórna veiðunum og ráðstafa rentunni.

Samþykkt: 
  • 12.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24599


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristinn H. Gunnarsson.pdf1.59 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna