is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2460

Titill: 
  • Vel þekkt vörumerki
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar er að fjalla um vel þekkt vörumerki og einkum vernd þeirra á grundvelli hinnar svokölluðu Kodak reglu í vörumerkjarétti. Í upphafi ritgerðarinnar er fjallað um nokkur almenn atriði um vörumerkjarétt á Íslandi, m.a. um það hvað teljast vera vörumerki og hver er stofnunarháttur slíkra merkja. Einnig er litið til þess hverjir eru eigendur vörumerkja og hvaða tilgangi vörumerki þjóna. Þá er rætt um stjórnkerfi vörumerkjaréttarins á Íslandi og komið í grófum dráttum inn á reglur um skráningu merkja og þau skilyrði sem merki þurfi að uppfylla til að vera skráningarhæf. Fjallað er nánar um þá alþjóðlegu sáttmála sem Ísland er aðili að á sviði vörumerkjaréttar og um þær alþjóðlegu stofnanir sem tengjast þeim. Í 4. kafla er að finna megin umfjöllunarefni ritgerðarinnar, þ.e. umfjöllun um hina svonefndu Kodak reglu um vernd vel þekktra vörumerkja. Inntak reglunnar er skýrt en í henni felst undantekning frá meginreglu vörumerkjalaga um að vörumerkjum sé einungis veitt vernd gegn skráningum annarra á eins eða líku merki fyrir eins eða líkar vörur og þjónustu. Kodak reglan veitir þannig vel þekktum merkjum ríkari vernd sem felst í því að slíkum merkjum er veitt vernd gegn notkun annarra af eins eða líkum merkjum fyrir ólíkar vörur og þjónustu. Ákvæðum hinna íslensku vörumerkjalaga nr. 45/1997 um efnið eru gerð skil, annars vegar 2. mgr. 4. gr. vml. um vel þekkt merki og hins vegar 7. tölul. 1. mgr. 14. gr. vml. um alþekkt merki og ákvæðin borin saman við sambærileg ákvæði danskra vörumerkjalaga, tilskipunar Evrópuráðsins um samræmingu á vörumerkjarétti aðildarríkjanna, Parísarsamþykktarinnar og TRIPS samningsins. Fjallað er um hvort að reglan hafi í raun verið lögleidd varðandi báðar tegundir merkja hér á landi og er vísað til þess hvernig reglunni hefur verið beitt í meðförum dómstóla, áfrýjunarnefndar og Einkaleyfastofu hér á landi. Í kjölfarið er leitast við að skilgreina hvað felst í hugtakinu vel þekkt vörumerki og komist að því hvar, hvenær og hversu mikið merki þarf að vera þekkt til að njóta aukinnar verndar. Í kjölfar þess eru síðari skilyrðum reglunnar gerð skil, annars vegar um ruglingshættu og hins vegar um skaðlegar afleiðingar vegna misnotkunar eða rýrnunar á aðgreiningareiginleikum eða orðspori hins vel þekkta merkis. Einnig er greint frá því að séu öll skilyrði Kodak reglunnar uppfyllt sem leiða til þess að vel þekkt merki öðlast aukna vernd þá er ekki þar með sagt að sú vernd sé ávallt sú sama. Þannig er vel þekktum merkjum veitt mismikil vernd eftir því hvort þau teljast veik eða sterk. Að lokum er svo efnið dregið saman og gerð grein fyrir helstu niðurstöðum og mögulegum lagabreytingum.

Samþykkt: 
  • 6.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2460


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pd_fixed.pdf547.26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna