is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24600

Titill: 
  • Mat á virði Símans hf. og Fjarskipta hf.
  • Titill er á ensku Valuation analysis of Siminn hf. and Fjarskipti hf.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Eitt meginmarkmið fjármálastjórnunar er að hámarka virði fyrirtækis. Ein helsta forsenda þess að slíkt sé gerlegt er að stjórnendur þekki virðið og þær aðferðir sem nota má til að meta það. Góð þekking og hæfni í virðismati fyrirtækja er einnig eitt sterkasta verkfæri fjárfesta til að átta sig á hvar kauptækifæri kunna að leynast.
    Þessi ritgerð er tvískipt. Í fyrri hluta hennar er farið yfir helstu aðferðir við mat á virði fyrirtækja, en rétt val á aðferð getur skipt sköpum svo að vel til takist. Til eru ýmsar aðferðir við virðismat fyrirtækja en í ritgerðinni er fjallað um þær aðferðir sem mestrar hylli njóta og sérstök áhersla lögð á núvirðingu frjáls sjóðstreymis. Í síðari hluta ritgerðarinnar er aðferð núvirts sjóðstreymis notuð til að leggja mat á virði þeirra tveggja fjarskiptafyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands, þ.e. Símans hf. og Fjarskipta hf. Enn fremur er lagt á mat á virði fyrirtækjanna með kennitölugreiningu.
    Niðurstöður matsins með sjóðstreymisgreiningu sýndu að virði hlutafjár Símans var 30.831 m.kr. sem gaf virði á hlut upp á 3,20 kr. Virði hlutafjár Fjarskipta var 25.852 m.kr., en virði á hlut var 63,94 kr. Þessar niðurstöður sýna að virði Símans er í nokkru samræmi við það virði sem er skráð á markaði. Virði Fjarskipta er hins vegar hærra en á markaði og getur það bent til þess að fyrirtækið sé vanmetið eða þá að forsendur markaðarins séu aðrar. Við verðmatið með kennitölugreiningu voru notaðar mismunandi kennitölur og gáfu þær ólíkar niðurstöður. Í flestum tilfellum var virði fyrirtækjanna ofmetið, en bæði virði á hlut fyrir Símann og Fjarskipti var langt yfir verði á markaði. Virði hlutafjár Símans með kennitölugreiningu var á bilinu 50.328 til 162.842 m.kr. og virði hlutafjár Fjarskipta var á bilinu 28.254 til 70.211 m.kr.
    Ólíkar niðurstöður virðismatsins sýna að litlar breytingar á forsendum sjóðstreymisgreiningar geta haft mikil áhrif á niðurstöður og því ljóst að slíkt mat er vand meðfarið. Þessi fyrirtækin þurfa þó að huga að neikvæðum vexti tekna frá farsímaþjónustu á komandi árum. Stór hluti tekna fyrirtækjanna hefur komið úr þeirri átt, en svo virðist sem bæði fyrirtækin séu þegar farin að leita inn á markaði þar sem vöxtur er meiri.

Samþykkt: 
  • 12.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24600


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mat_a_virdi_Simans_og_Fjarskipta.pdf1,42 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna