is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24605

Titill: 
 • Útvistun á reikningshaldi. Skoðun á þáttum sem hafa áhrif á ákvörðun um útvistun á reikningshaldi
 • Titill er á ensku Outsourcing of accounting. Looking at factors of the decision to outsource accounting
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Útvistun er þegar fyrirtæki ákveða að láta hluta starfsemi sinnar yfir til annars fyrirtækis og greiða í stað fyrir það. Þetta er gert til þess að lækka kostnað. Reikningshald er skráning og túlkun á breytingum í fjármálum fyrirtækis. Reikningshald heldur utan um öll viðskipti sem fyrirtæki tekur þátt í.
  Fyrirtæki standa frammi fyrir flókinni og erfiðari ákvörðun um hvort þau eigi að útvista ýmsum aðgerðum til þess að lækka kostnað og einbeita sér að helstu styrkleikum sínum eða halda aðgerðunum innanhúss og nota þær til þess að ná samkeppnisforskoti. Ákvörðunarferlið er erfitt fyrir stjórnendur vegna þess að það er erfitt að meta kosti og galla þess að útvista fyrirfram. Það er sérstaklega erfitt vegna þess að ekki eru öll fyrirtæki eins og þau munu ekki finna fyrir sömu breytingum þegar þau taka ákvörðun um útvistun.
  Aðilar verða fyrst að gera grein fyrir því hvað reikningshald gerir fyrir fyrirtæki þeirra og hversu mikils virði sérfræðiþekking og reikningshaldsupplýsingar er fyrir þá. Það verður síðan að bera saman við lækkun á kostnaði sem verður þegar reikningshaldi er útvistað. En þegar fyrirtæki útvista þá er hætta á að tapa öðrum þáttum sem erfitt er að leggja mat á með peningum. Flæði upplýsinga, frelsi stjórnanda til breytingu á skipulagi og sérfræðiþekking eru hlutir sem fyrirtæki getur tapað þegar það útvistar.
  Stærð fyrirtækis skiptir auðvitað miklu máli þegar það kemur að útvistun. Fyrirtæki sem hafa fáa starfsmenn í vinnu eru mun líklegri til þess að útvista reikningshaldi heldur en stór fyrirtæki.
  Niðurstaða ritgerðarinnar er að lítil og miðstór fyrirtæki eru líklegri til þess að útvista. Kostnaður, nýting auðlinda og viðskiptakostnaður hefur áhrif á ákvörðunartöku fyrirtækja þegar það kemur að útvistun. Fyrirtæki eru að mestu ánægð með ákvörðun sína um að að útvista og velja oft að framlengja samning sinn við fyrirtæki sem útvistað er til. Einnig verða fyrirtæki að vera vel á verði við allri áhættu sem getur fylgt því að útvista og best er að verja sig gegn áhættunni með því að útvista hluta af reikningshaldi í stað þess að útvista reikningshald í heild sinni. Það er einnig hægt að verja sig gegn áhættu meðþví að útvista til margra fyrirtækja.

Samþykkt: 
 • 12.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24605


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jón-Snær-JónssonLokaritgerð.pdf545.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna