is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2461

Titill: 
  • Hver vegur að heiman er vegurinn heim. Líf innan tvíheima séð frá sjónarhorni Vesturfaranna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um líf Vestur Íslendinganna út frá hugmyndum og kenningum um tvíheima innan mannfræði. Farið verður yfir helstu ástæður þess að hópur Íslendinga á 18. öld ákvað að leggja land undir fót og flytjast til Vesturheims í Kanada. Í Vesturheimi þurftu Íslendingarnir að læra nýtt tungumál og fengu nýja sjálfsmynd. Farið verður yfir hvernig þeim gekk að aðlagast hinu nýja samfélagi og þeim fordómum sem þeir mættu. Auk þess verður litið á sambandið þeirra við Ísland og hvernig þeir héldu áfram í íslenska menningu. Einnig verður skoðað hvernig Kanada tók á móti Vestur Íslendingunum. Skoðaðar verða kenningar sem snúa að þverþjóðlegum veruleika, menningu, fjölmenningu, þjóðerni, heimalandi og ekki síst verður farið ofan í saumana á tvíheimum. Tvíheimar eru stærsta viðfangsefni þessarar ritgerðar og verður þeim gerð góð skil. Stuðst er við margvíslegar tegundir heimilda, helst ber að nefna fræðirit og greinar eftir mannfræðinga en einnig er stuðst við netheimildir. Helstu niðurstöður eru þær að Vestur Íslendingar lifðu innan tvíheima þegar þeir fluttu til Vesturheims. Þeir náðu að koma undir sig fótunum þar og áttu auðvelt með að passa inn í þá fjölmenningu sem hafði þegar skapast í Kanada. Héldu þeir auk þess góðu sambandið við heimalandið Ísland og skipti það samband þá afar miklu máli.

Samþykkt: 
  • 6.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2461


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
s_fixed.pdf304.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna