is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24612

Titill: 
 • Lifrarbólga af völdum Epstein-Barr- og cytomegaloveira
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Flestar lifrarbólgur af völdum veira orsakast af lifrarbólguveirunum A, B og C. Aðrar veirur geta þó valdið lifrarbólgu s.s. Epstein-Barr og cytomegaloveirur en mun minna er þekkt um afdrif þeirra. Ekki eru til nýlegar né yfirgripsmiklar faraldsfræðilegar rannsóknir byggðar á lýðgrunduðu þýði um lifrarbólgur af þessu tagi. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna hversu oft þessar veirur þ.e.a.s. EBV og CMV valda lifrarbólgum hér á landi, hversu margir fá gulu og hvernig sjúklingunum reiðir af.
  Efni og aðferðir: Rannsóknin var aftursýn og náði yfir tæplega 10 ára tímabil, frá mars 2006 til lok árs 2015. Tekinn var saman listi yfir öll tilfelli úr gagnagrunni Veirufræðideildar Landspítalans þar sem um var að ræða bráða sýkingu af EBV eða CMV. Þ.e.a.s. listi af sjúklingum með jákvæð IgM mótefni. Einstaklingum af ofangreindum lista var flétt upp í tölvukerfi LSH og viðeigandi klínískar upplýsingar skráðar hjá öllum þeim einstaklingum sem voru með hækkuð gildi lifrarensíma í blóði.
  Niðurstöður: Alls voru 190 einstaklingar sem greindust með bráða EBV sýkingu og voru með skráðar klínískar upplýsingar í tölvukerfi LSH. Af þeim voru 156 (82%) með hækkuð lifrarpróf og miðgildi aldurs 17 ár. Miðgildi ALP var 214 U/L, ASAT 137 U/L, ALAT 187 U/L og bilirúbín 28 µmól/L. Af þeim sem fengu lifrarbólgu reyndust 24 (15%) vera með gulu og voru þeir einstaklingar marktækt eldri en þeir sjúklingar sem fengu ekki gulu. Næstum helmingur af sjúklingum með gulu 11/24 (46%) voru lagðir inn vegna veikinda sinna, enginn þeirra var ónæmisbældur né fékk veiruhemjandi lyf gegn sýkingunni. Í öllum tilfellum gekk lifrarbólgan yfir án meðhöndlunar og frekari fylgikvilla.
  Af CMV listanum voru 118 einstaklingar með bráða CMV sýkingu og skráðar klínískar upplýsingar. Af þeim voru 81 (69%) með hækkuð lifrarpróf og miðgildi aldurs 33 ár. Miðgildi ALP var 120 U/L, ASAT 106, ALAT 148 og bilirúbín 12 µmól/L. Aðeins 7 (9%) einstaklingar þeirra með hækkuð lifrarpróf reyndust vera með gulu vegna CMV sýkingar. Allir nema einn þeirra voru lagðir inn, 3 voru meðhöndlaðir með Gancyclovir og einn lést vegna veikinda sinna. Af öllum þeim sem fengu hækkuð lifrarpróf sökum CMV voru 14 (17%) ónæmisbældir, 32 (40%) lagðir inn, 14 (17%) fengu veiruhemjandi lyf, 5 þungaðar konur voru í hópnum og 3 Guillain-Barré heilkenni voru greind í kjölfar CMV sýkingar.
  Ályktanir: Hátt hlutfall þeirra sem leita sér læknishjálpar á LSH vegna EBV og CMV eru með hækkuð lifrarpróf. Sjúklingar með CMV lifrarbólgu eru eldri, fremur lagðir inn á sjúkrahús og líklegri til að vera ónæmisbældir en sjúklingar með EBV lifrarbólgu. Umtalsverður hluti sjúklinga með EBV og CMV lifrarbólgu hefur gulu en hafa góðar horfur, ónæmisbældir sjúklingar með CMV geta þurft veiruhemjandi lyfjameðferð.

Samþykkt: 
 • 12.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24612


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lifrarbólga af völdum Epstein-Barr og cytomegaloveira - Hilmar Leonardsson.pdf788.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna