is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24614

Titill: 
 • Hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá Vátryggingafélagi Íslands?
Námsstig: 
 • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessa verkefnis var að rýna í stefnumótun VÍS og skoða tengsl stefnunnar og stjórnunar. Árið 2011 kom nýr forstjóri, Sigrún Ragna Ólafsdóttir til starfa og hófst mikil stefnumótunarvinna í kjölfarið. Árið 2011 var farið í mikla greiningarvinnu og var bæði litið til innra umhverfis og þess ytra. Í byrjun árs 2012 var ný stefna kynnt og er sú stefna enn við lýði. Mikil áhersla er lögð á stefnuna og umfang hennar er mikið í skipulagsheildinni.
  Því var lagt upp með þessa rannsókn til að skoða hvernig stefnumótunarferlið virkaði hjá VÍS, hvernig starfsmenn upplifðu það og hvernig og hvort fræði stefnumiðaðrar stjórnunar tengist þeirra aðferðafræði. Rannsóknarspurningarnar voru tvær, sú fyrri hljóðar svo ,,hvernig er samspili stefnu og stjórnunar háttað hjá VÍS”? Seinni er ,,hver er upplifun starfsmanna á stefnumótunarferli VÍS”?.
  Í rannsókninni er framkvæmd tilviksrannsókn með hjálp tveggja aðferða. Eigindlegum og megindlegum aðferðum var blandað saman og var vonin að fá ítarlegri niðurstöður með þeim hætti.
  Í eigindlega hlutanum var tekið viðtal við níu stjórnendur VÍS og þar á meðal forstjórann Sigrúnu Rögnu Ólafsdóttir sem hóf þetta stefnumótunarferli.
  Megindlegi hlutinn var spurningakönnun sem send var á alla starfsmenn VÍS en þeir telja 218. 62% starfsmanna svaraði könnuninni víðs vegar af landinu.
  Helstu niðurstöður sýna mikil tengsl eru á milli stefnu og stjórnunar hjá félaginu og að framkvæmd stefnu sé vel ígrunduð. Flestum þykir vel staðið að ferlinu og hlutverk starfsmanna skýrt í því. Eftirfylgni virðist með ágætum en þó mætti auka hana á landsbyggðinni en starfsfólk þar virðist örlítið undanskilið.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this thesis is to review the strategy at VÍS and how the interaction is between strategy and management. In the year 2011 a new chief executive officer, Sigrún Ragna Ólafsdóttir was selected and subsequently a thorough strategic formulation was set forth. The same year, alot of time was invested in analysing the internal and external factors of the firm. Early in 2012 a new strategy was introduced and is still incorporated. Great emphasis is laid upon the new strategy and plays a big role in the whole organization. Consequently, to better understand how the strategic implementation at VÍS turned out one would need to analyse how the employees experienced the process and how or if the strategic science was incorporated. Two research questions were raised: "How is the interaction between strategy and management arranged at VÍS" and "How do employees experience the strategic process at VÍS".
  In order to approach the research questions a case study was executed. To better support the researcher findings quantitative and qualitative methods were mixed.
  Nine directors were included in the qualitative part of the research including the CEO Sigrún Ragna Ólafsdóttir who commenced the strategic process.
  All employees of VÍS were included in the quantitiatve research. Electronic questionnaire was sent to all 218 employees, generating 62% response rate.
  Main findings of the study were that there is positive interaction between management method and strategy, and that the strategy is well pondered.
  Most of the respondants find that the strategy was well implemented and the role of the employees is important in that process. Respondants seemed to be generally satisfied with the support and endorsment from directors. However findings showed that employees in rural areas seemed somewhat to be neglected in the process.

Samþykkt: 
 • 12.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24614


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ElisabetTaniaSmaradottir_MS.pdf7.44 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna