is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24616

Titill: 
  • Þátttaka starfsfólks í nýsköpun á Íslandi. Er hugvit starfsfólks vannýtt auðlind?
  • Titill er á ensku High involvement innovation in Iceland
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Stöðugt finnast tækifæri til framfara sem rekja má til nýsköpunar, stöðugra umbóta og straumlínustjórnunar (e. Lean). Rannsóknir sýna að fyrirtæki geta hagnast á því að láta starfsfólk taka þátt í nýsköpun. Þátttaka starfsfólks í nýsköpun er í raun regnhlífarhugtak yfir straumlínustjórnun, stöðugar umbætur og alhliða gæðastjórnun.
    Markmiðið með rannsókninni er að svara rannsóknarspurningunni: „Hver er staðan varðandi þátttöku starfsfólks í nýsköpun á Íslandi samkvæmt aðlöguðu mælitæki Bessant?“ Gerð var megindleg rannsókn í formi spurningakönnunar með mælitækinu ásamt spurningum frá höfundi um kostnaðarvitund og straumlínustjórnun sem bætt var við til að auka fræðilegt framlag og hagnýtt gildi.
    Niðurstöður ættu að gefa nokkuð góða mynd af stöðunni hjá íslenskum fyrirtækjum en samtals 391 svaraði könnuninni frá 75 fyrirtækjum. Þó skyldi ávallt að fara varlega í að alhæfa um niðurstöður. Hafa ber í huga að í heildarniðurstöðum eru stjórnendur um 44% þátttakenda en forgangsröðun og svör almenns starfsfólks er samkvæmt rannsókninni ekki þau sömu og hjá stjórnendum. Einnig er staðan töluvert misjöfn á milli einstakra fyrirtækja.
    Helstu niðurstöður sýna að styrkleikar íslenskra fyrirtækja liggja í að 80% starfsfólks finnst eins og yfirmenn þeirra hlusti á hugmyndir þeirra og taki tillit til þeirra. Um 85% finnst það taka þátt í að móta vinnu innan sinnar deildar. Helstu áskoranir eru að um 44% telja að ferlar séu ekki til staðar til að deila þekkingu, 58% telja stjórnendur ekki hafa samráð vegna yfirvofandi breytinga og 59% telja að fyrirtæki gefi starfsfólki ekki svigrúm til að vinna að umbótum. Helstu niðurstöður sýna einnig að 70% svarenda segjast sammála því að leitast sé við að útrýma sóun, tvíverknaði og auka skilvirkni. Það voru eingöngu um 57% sammála að það ríki almenn kostnaðarvitund innan fyrirtækja. Um 60% svarenda telja að allt starfsfólk taki þátt í umbótastarfi.
    Sambærilegar niðurstöður eru ekki tiltækar á Íslandi svo áhugavert getur verið fyrir fyrirtæki að sjá hvar helstu tækifærin liggja til að ná auknum árangri í rekstri og að skapa betra starfsumhverfi. Þessi rannsókn leggur sitt af mörkum til að auka vitund um þátttöku starfsfólks í nýsköpun og auðvelda ákvarðanatöku stjórnenda til framþróunar. Höfundur vonar að niðurstöður muni hafa jákvæð áhrif á heildarárangur íslenskra fyrirtækja.

  • Útdráttur er á ensku

    Business innovation provides many opportunities for improvement, steady processes, and a lean management. Research has shown that businesses can benefit from encouraging their employees to participate in the innovation process. High Involvement Innovation might be called a collective term for lean management involving continuous improvements such as Kaizen, Six Sigma, and total quality management.
    This research aims to answer the question “What is the status of high involvement innovation in Iceland according to the adjusted questionnaire of Bessant?”. A quantitative research was conducted with a questionnaire which was adjusted and complemented with questions regarding cost awareness and lean management.
    The results give us a consensus of the overall situation in Icelandic businesses, but one cannot generalize these results. A total of 391 employees in 75 companies answered the questionnaire. Approximately 44% of these participants were managers. Results show that their priorities and answers differ from those employees working in other positions. Also, the situation varies considerably between individual companies.
    The results also showed that 80% of the employees feel that their managers listen to their ideas. About 85% feel that they participate in shaping the work within their department. And 70% agree that they seek to eliminate waste and duplication to increase efficiency. These results could be considered as strengths in Icelandic companies. The following results might be shown as possible weaknesses: 44% of the participants say that their business is lacking official processes for knowledge sharing within the company. Only 58% say that their managers consult with them before making changes. About 59% say that their companies accommodate them time to work on improvement activities. Only 57% agree that there is a cost culture awareness while 60% say that all employees are actively involved in their innovation process. The results of this study are one of a kind in Iceland and give an important indication to managers on where to improve high involvement innovation and maximize the success of their businesses while improving their business culture as well. This research increases the awareness, improves understanding and provides a better tool for the decision-making process to increase high involvement innovation in the workplace, which will have a positive effect on companies.

Samþykkt: 
  • 12.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24616


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Thatttaka_starfsfolks_i_nyskopun_a_Islandi.pdf2,87 MBOpinnYfirlýsingPDFSkoða/Opna