is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24617

Titill: 
 • Árangurstenging launa á íslenskum fjármálamarkaði. Á árangurstenging launa sér framtíð á fjármálamarkaðnum?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í ritgerðinni er farið yfir það hvernig árangurstenging launa stendur í dag á íslenskum fjármálamarkaði. Árangurstenging launa hefur farið frá því að vera stór hluti af launum á fjármálamarkaði í það að nánast hverfa, en reglugerð um kaupaukakerfi og sú staðreynd að tveir af þremur stóru bönkum Íslands eru komnir í ríkiseign hafa verið megin örlagavaldar þess að notkun árangurstengingar hefur minnkað töluvert.
  Í fyrri hluta ritgerðarinnar verður farið yfir fræðilega þætti sem varða hvatningu starfsmanna almennt, þ.e. skoðanir fræðimanna og kenningar þeirra. Hvatakerfi árangurstengingar launa verður einnig skoðað og neikvæð áhrif árangurstengingar á starfsmenn.
  Í seinni hluta ritgerðarinnar verður árangurstenging Glitnis banka hf. skoðuð, mismunandi hvatakerfi bankans, árangurstenging forstjóra og kaupréttarsamningar Glitnis. Einnig verður farið yfir starfsemi fjármálafyrirtækja, þá sérstaklega regluverk sett af Fjármálaeftirlitinu (FME) fyrir fjármálafyrirtæki og áhrif þess á hvatakerfi fjármálafyrirtækja.
  Lagt var upp með að leita svara við rannsóknarspurningunni: Tilheyrir árangurstenging launa á íslenskum fjármálamarkaði fortíðinni? Nú eru tveir af þremur stærri bönkum Íslands í ríkiseign og munu þeir ekki notast við árangurstengingu launa í framtíðinni eins og staðan er nú. Einnig hafa strangar reglugerðir FME séð til þess að kaupaukar starfsmanna fari aldrei yfir 25% af heildarlaunum ársins. Árangurstenging er notuð til þess að virkja ytri hvatningu starfsmanna sem getur skilað sér í bættri frammistöðu fyrirtækja. Hins vegar eru þarfir starfsmanna til hvatningar á vinnumarkaði að breytast frá ytri hvatningu til innri hvatningar, sem grefur enn frekar undan notkun árangurstengingar launa. Árangurstengingin mun þó ekki hverfa algerlega af fjármálamarkaði á Íslandi en í ljósi strangrar reglugerðar FME um kaupauka er líklegt að fyrirtæki tileinki sér aðrar og jafnvel nýjar gerðir árangurstengingar, fremur en hefðbundnar aðferðir eins og kaupauka, svo lengi sem reglugerð FME breytist ekki í framtíðinni.

Samþykkt: 
 • 12.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24617


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Árangurstenging launa á íslenskum fjármálamarkaði - Lokaskil.pdf832.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna