is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24620

Titill: 
  • Viðskiptavild
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um viðskiptavild. Viðskiptavild hefur verið harðlega gagnrýnd eftir bankahrunið. Margir telja að fyrirtæki hafi notað hana sem tól til að fegra efnahagsreikninga sína, en talið er að viðskiptavild hafi verið stórlega ofmetin í efnahagsreikningum íslenskra fyrirtæka fyrir bankahrunið á Íslandi. Viðskiptavild hækkaði gríðarlega eftir innleiðingu alþjóðlegu reikningsskilastaðlanna árið 2005 og undir lok ársins 2008 var hún orðin hærri en eigið fé hjá mörgum íslenskum fyrirtækjum. Fyrir innleiðingu staðlanna var viðskiptavild nær óþekkt fyrirbæri á Íslandi.
    Viðskiptavild er óefnisleg eign og í eðli sínu afgangsstærð. Viðskiptavild myndast þegar fyrirtæki eru keypt á hærra verði en matsverð hreinna eigna segir til um, en viðskiptavild á að tákna væntan framtíðarávinning fyrir kaupandann.
    Markmið þessarar ritgerðar er að skilgreina viðskiptavild, hvernig hún myndast og hvers eðlis hún er. Farið verður yfir ársreikningalögin og verða alþjóðlegu reikningsskilastaðlarnir skoðaðir en ósamræmi er á milli íslenskra ársreikningalaganna og alþjóðlegu reikningsskilastaðlanna. Rýnt verður í ársreikninga hjá þremur íslenskum fyrirtækjum með tilliti til viðskiptavildar frá árunum 2003 til ársins 2015. Skoðuð verður breyting viðskiptavildar á milli ára og reynt að útskýra hvernig sú breytingin varð til. Einnig verður viðskiptavild skoðuð hlutfallslega miðað við eignir og eigið fé fyrirtækjanna.

Samþykkt: 
  • 12.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24620


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Indriði Már Indriðason.pdf755.57 kBLokaður til...10.05.2050HeildartextiPDF