is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24622

Titill: 
 • Álagning veiðigjalda á íslensk útgerðarfélög. Áhrif og afleiðingar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Sjávarútvegur hefur verið samofinn íslensku efnhagslífi frá örófi alda. Mikil aukning í sjósókn varð á 20. öld með tilkomu aukinnar tækni og vélvæðingar skipa. Á áttunda áratugnum stefndi í óefni, vegna hruns fiskistofna í kjölfar ofveiði, og var því brýnt að koma á einhvers konar stjórn fiskveiða. Því var svokallað kvótakerfi innleitt með lögum árið 1984.
  Með takmörkun aðgangs að fiskimiðum skapaðist renta, eða umframhagnaður, sem handhafar veiðiheimilda nutu einir góðs af. Þar sem auðlindin er eign þjóðarinnar urðu þær raddir smám saman háværari að eðlilegt væri að þjóðin fengi hlut í þeim arði. Ákveðið var að leysa það mál með því að leggja veiðigjöld á fiskveiðar.
  Hér á eftir verða hugmyndir, tilgangur og markmið með álagningu veiðigjalda kynnt. Farið verður yfir meginatriði laganna sem sett voru á Alþingi árið 2012 og breytingar sem orðið hafa á þeim síðan þá. Eins verða helstu rök með og á móti því að leggja á veiðigjöld reifuð og hvernig breytingar hafa orðið á sjávarútvegi eftir álagningu veiðigjalda. Að lokum verður fjallað um hvernig útgerðarfélög hafa hagrætt í sínum rekstri og fjármagnað þann kostnað sem hlýst af gjöldunum.
  Upplýsingar og heimildir voru fengnar úr greinum eftir ýmsa sérfræðinga, lagasafni og þingskjölum Alþingis. Viðtöl voru tekin við forsvarsmenn tveggja útgerðarfélaga, þá Vilhjálm Vilhjálmsson, forstjóra HB Granda hf. og Einar Val Kristjánsson, framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf. en hann situr jafnframt í stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
  Vinnsla ritgerðarinnar leiddi í ljós að töluverður munur er á afstöðu útgerðarfélaga til veiðigjaldanna og má leiða líkum að því að ástæða þess sé munur á stærð og fjárhagsstöðu félaga. Veiðigjöldin hafa haft þær afleiðingar að fyrirtækjum með úthlutað aflamark hefur fækkað og veiðiheimildir hafa færst á færri hendur, þeirra sem hafa tök á að sækja afla með minni tilkostnaði. Rennir það stoðum undir kenningar fræðimanna að veiðigjöld auki hagkvæmni í sjávarútvegi.

Samþykkt: 
 • 12.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24622


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_sigridur_lara_2812892849.pdf438.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna