is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24629

Titill: 
 • Innleiðing Ölgerðarinnar á staðlinum ISO 22000: „Við erum svolítið eins og 100 ára unglingur, óöguð og rosalega sveigjanleg“
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Aukin samkeppni í matvælaiðnaði gerir það að verkum að kröfur um að matvælafyrirtæki séu vottuð samkvæmt alþjóðlegum stöðlum, eins og t.d. matvælaöryggisstaðlinum ISO 22000, verða meiri. Markmið þessarar rannsóknar er að greina hvernig leiðtogar geta nýtt aðferðarfræði verkefnastjórnunar og aukið hæfni sína í starfi. Jafnframt að fá innsýn með eigindlegri aðferðarfræði hvernig stjórnendur og lykilstarfsmenn Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson ehf innleiddu matvælaöryggisstaðalinn ISO 22000. Skoðað verður hversu vel starfsmenn fyrirtækisins þekkja verklagskröfur staðalsins. Leitast verður við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum:
  ➢ Hvernig er framkvæmd á gæðaeftirliti háttað hjá Ölgerðinni?
  ➢ Hafa starfsmenn Ölgerðarinnar fengið þjálfun eða setið námskeið varðandi staðalinn ISO 22000?
  ➢ Hversu vel þekkja starfsmenn Ölgerðarinnar verklagskröfur staðalsins ISO 22000?
  Rannsóknin byggir á eigindlegri aðferðarfræði. Viðtöl voru tekin við tíu starfsmenn í mismunandi deildum innan Ölgerðarinnar. Fimm þemu urðu til í rannsókninni, þ.e. staðallinn ISO 22000, innra eftirlit, þjálfun starfsmanna og breytingar, hvata- og umbunarkerfi og að lokum upplýsingakerfi.
  Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að fæstir viðmælendanna höfðu fengið þjálfun eða setið námskeið varðandi staðalinn ISO 22000. Flestir viðmælendur þekktu nokkurn veginn verklagskröfur staðalsins ISO 22000, vissu að verklagskröfurnar væru strangar og að þær gengju fyrst og fremst út á öryggi matvælaframleiðslunnar, að koma í veg fyrir hættur í framleiðsluferlinu. Út frá svörum viðmælenda má álykta að stjórnendur fyrirtækisins upplýsi starfsmenn sína varðandi hvaða vinnulagskröfur þeir þurfa að fylgja. Af svörum viðmælendanna að dæma er starfsfólki Ölgerðarinnar umbunað fyrir vel unnin störf þótt ekki sé stuðst við ákveðið umbunarkerfi hvað það varðar.

 • Útdráttur er á ensku

  Increasing competition in the food industry results in growing demands for companies being certified according to international standards such as the ISO 22000 food safety management system. The objective of this study is to analyse how leaders can apply project management methodology and enhance their skills in practice. Additionally, to get an insight using a qualitative methodology into how managers and key employees of Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. implemented the ISO 22000 food safety management system. The study looks into how well the employees of the company know the procedure requirements of the system. I will attempt to answer the following research questions:
  ➢ How is the implementation of quality control carried out in Ölgerðin?
  ➢ Have the employees of Ölgerðin received training or attended courses on the ISO 22000 system?
  ➢ How well do the employees of Ölgerðin know the procedure requirements of the ISO 22000 system?
  The study is based on qualitative methodology. Interviews were conducted with ten employees in different departments within the company. Five themes were created in the study, i.e. the ISO 22000 system, internal control, employee training and changes, incentive and reward system and finally information system.
  Results of the study revealed that few respondents had received training or attended courses on the ISO 22000 system. Most respondents knew roughly the procedure requirements of the ISO 22000 system, knew that the requirements were strict and that they were mainly concerned with the safety of food production; to prevent hazards in the production process. Based on the respondents’ responses I can conclude that the company's executives inform their employees about the work process requirements they need to follow. Based on the respondents’ answers, the employees of Ölgerðin are rewarded for a job well done, even though not based on a specific reward system.

Athugasemdir: 
 • Viðskiptadeild hefur samþykkt að ritgerðin verði lokuð í fjögur ár, eða til ársins 2020.
Samþykkt: 
 • 12.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24629


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Staðall-22000_Kristjana-Hera_12.5.2016.pdf1.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna