is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2463

Titill: 
 • Einkafjármögnunarsjóðir. Félagaform og lagaleg umgjörð
Titill: 
 • Private Equity Funds - Legal structure and regulatory framework
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í ritgerðinni var fjallað um einkafjármögnunarsjóði. Miðaðist umfjöllunin við hvernig lagalegu uppbygging þeirra er, hverjir fjárfesti í þeim, hvaða félagaform henti best fyrir þá og þær lagareglur sem hér landi gilda og koma til skoðunar hvað varðar þessi atriði. Þá var og fjallað um samningssamband sjóðanna og félaga sem þeir fjárfesta í og innbyrðis samspil hagsmuna fjárfesta í sjóðunum og stjórnenda þeirra. Einkum var lýst áhættufjármögnunarsjóðum hvað þetta varðaði.
  Einkafjármögnunarsjóðum hefur verið lýst sem sjóðum þar sem fagfjárfestar koma saman til að fjárfesta í félögum með það að markmiði að selja þau síðar. Einkafjármögnunarsjóðir eru hluti af því sem nefnt er óhefðbundnar eða sérhæfðar fjárfestingar (e. alternative investment). Einkafjármögnunarsjóðir eru ekki einsleitur hópur heldur í raun nokkrar tegundir sjóða með mismunandi áherslur sem hópast saman undir yfirheitinu. Þeir eiga það þó sameiginlegt að velja sér að öllu jöfnu sambærilegt lagalegt félagaform utan um sína starfssemi. Niðurstaða ritgerðarinnar var sú að ekki sé væri hægt að fullyrða hvort samlagsfélög eða samlagshlutafélög sé „betri“ til síns brúks. Þá var á það bent að þeir einkafjármögnunarsjóðir sem starfa hér á landi hafa valið sér mismunandi félagaform. Getur það bent til þess að val á félagaformi fari eftir aðstæðum hverju sinni.
  Hvað varðar samninga þá er stjórnendur einkafjármögnunarsjóða gera við fjárfesta sína, að þá var gert í megindráttum grein fyrir þeim ákvæðum sem nauðsynlegt er að setja í slíkan samning. Margt má skoða nánar í því samhengi.
  Einnig var reynt að leiða í ljós mikilvægi þess að rétt sé staðið að samningum milli einkafjármögnunarsjóðs og fyrirtækis sem sjóðurinn hefur hug á að fjárfesta í. Mistök við kaupin geta verið dýr. Var ben á að áreiðanleikakannir geta forða fé frá því að glatast í misheppnuðum.
  Þá er ljóst að að nú liggur fyrir að heildstætt regluverk verði sett á vettvangi Evrópusambandsins um sjóðsstjóra sérhæfðra fjárfestingarsjóða. Var gert grein fyrir tillögum þeim sem helst kunna að varða sjóðsstjóra einkafjármögnunarsjóða.

Samþykkt: 
 • 6.5.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2463


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
_lokaskjal_landsbokasafn_fixed.pdf925.22 kBLokaðurHeildartextiPDF