is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24630

Titill: 
  • Viðhorf hjúkrunardeildarstjóra á Landspítala til erfiðra starfsmannamála, samanborið við aðra þætti starfsins
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknar var að kanna viðhorf hjúkrunardeildarstjóra á Landspítala til erfiðra starfsmannamála, samanborið við aðra þætti starfsins. Um er að ræða megindlega þversniðsrannsókn. Bæði var notast við lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði til að skoða niðurstöður og meta hvort munur meðaltala væri marktækur. Markmið rannsóknarinnar var jafnframt að afla nýrrar þekkingar á þessu sviði mannauðsmála. Hérlendis hafa sambærilegar rannsóknir ekki verið gerðar. Gagna var aflað í desember árið 2015. Þátttakendur voru 70 hjúkrunardeildarstjórar á Landspítalanum. Rafrænn spurningalisti sem saminn var af rannsakanda var sendur til þeirra allra (N=70) og fengust 53 svör, eða 76%. Talsvert var um glötuð gildi (gloppur) sem olli vandkvæðum í tölfræðilegri úrvinnslu.
    Helstu niðurstöður sýna að flestir þátttakenda, eða 90,5%, sögðu að tíðni erfiðra starfsmannamála væri að 1-5 slík mál komi upp mánaðarlega. Um 7,1% segja að slík mál komi aldrei upp og 2,4% að um 6-10 erfið starfsmannamál komi upp mánaðarlega. Hvað varðar afstöðu til þess hvort erfið starfsmannamál væru vandamál innan spítalans reyndist marktækur munur á afstöðu eftir lífaldri. Svarendur, 50 ára og yngri, voru líklegri en þeir eldri til að líta á erfið starfsmannamál sem vandamál. Þeir sem væru með stjórnunarmenntun sögðu frekar en hinir að þeir byggju yfir nægilegri stjórnunarlegri þekkingu til að takast á við erfið starfsmannamál og voru marktækt ánægðari með hæfni sína til að leysa þau. Marktæk fylgni var á milli þess að upplifa álag í samstarfi vegna neikvæðni og mótþróa og að telja erfið starfsmannamál vera tímafrek. Jafnframt var marktæk fylgni á milli þess að telja vinnuaðstæður ófullnægjandi og þess að telja erfið starfsmannamál tímafrek. Því tímafrekari sem svarendur töldu erfið starfsmannamál vera í samanburði við aðra þætti starfsins þeim mun ósáttari voru þeir með úrræði við úrlausn þeirra. Niðurstaða þáttagreiningar leiddi í ljós fjóra þætti: álag í samstarfi vegna neikvæðni og mótþróa, ófullnægjandi vinnuaðstæður vegna starfsmannavanda, að erfið starfsmannmál væru tímafrek og næg úrræði og þekking væri á vinnustaðnum til að leysa starfsmannavanda.
    Samkvæmt þessu er nauðsynlegt að huga betur að stuðningi við hjúkrunardeildarstjóra hvað varðar þennan þátt stjórnunarstarfsins.

Samþykkt: 
  • 12.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24630


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helga Jörgensdóttir MS-01.06.2016- LOKASKIL.pdf1.51 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna