en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/24631

Title: 
 • Title is in Icelandic Krampar á Bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Inngangur: Krampar eru tiltölulega algengt vandamál í börnum og árlega leitar talsverður fjöldi barna á Bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins vegna þeirra. Krampar geta verið af ýmsum orsökum en í börnum eru hitakrampar algengasta orsök krampa. Þar af eru einfaldir hitakrampar í miklum meirihluta. Flogaveiki kemur einnig oft fram á barnsaldri og eins geta börn fengið staka krampa. Mikilvægt er að fá gott yfirlit yfir þennan sjúklingahóp og var markmið rannsóknarinnar að skoða nánar komur þessara barna og greiningar þeirra. Einnig var markmið rannsóknarinnar að sjá hver fjöldi barna sem er að greinast ár hvert með flogaveiki væri.
  Efniviður og aðferðir: Tilskilin leyfi fengust hjá framkvæmdastjóra lækninga (tilv.16, LSH 110-15) og Siðanefnd Landspítala (leyfi 45/2015). Rannsóknin náði til þeirra sjúklinga sem leituðu á Bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins árin 2013-2014 vegna krampa. Tölvudeild Landspítalans safnaði saman kennitölum þeirra sjúklinga og var svo farið inn í sjúkraskrár þessara sjúklinga og nánari upplýsingum um þá safnað. Notast var við forritið R studio til að taka saman tölur og teikna gröf.
  Niðurstöður: Á þessum árum komu samtals 276 börn á Bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins vegna krampa. Þar af komu 108 börn (39,1%) vegna flogaveiki, 146 (52,9%) vegna hitakrampa og 22 (8%) vegna annars konar krampa. Heildarkomufjöldi vegna krampa var 673 eða 2,5% af heildarfjölda koma á Bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins á tímabilinu. Af þeim 146 börnum sem komu vegna hitakrampa fengu 110 (75,3%) þeirra sinn fyrsta hitakrampa á tímabilinu, þar af 57 drengir og 53 stúlkur. 63 börn (43,2%) af þessum 146 fengu endurtekningu á hitakrampa á tímabilinu og 9 (6,2%) fengu flókinn hitakrampa. Af þeim 108 börnum sem voru flogaveik höfðu 51 (47,2%) verið greind fyrir komu á bráðamóttökuna. 29 börn (26,9%) greindust svo með flogaveiki árið 2013. Þar af voru 19 drengir og 10 stúlkur. 28 börn (25,9%) greindust með flogaveiki árið 2014, þar af 13 drengir og 15 stúlkur. Tíðasti aldurinn sem börnin greindust á var eins árs. Algengustu greiningarnar hjá þeim sem greindust á tímabilinu voru Góðkynja barnaflogaveiki (Rolandic epilepsy), Góðkynja störuflogaveiki barna (Absence epilepsy) og flogaveiki með alflogum. Flogaveik börn áttu 442 komur á tímabilinu, eða um 65,7% af öllum komum vegna krampa. Af öllum börnunum sem leituðu á bráðamóttökuna með krampa á tímabilinu fengu 18 (6,5%) síflog, þar af 13 vegna undirliggjandi flogaveiki, 3 vegna hitakrampa og 2 vegna annars konar krampa.
  Ályktanir: Ljóst er að börn með krampa mynda tiltölulega fjölmennan hóp sem á margar komur á Bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins. Með þessari rannsókn fékkst betra yfirlit yfir þennan sjúklingahóp en áður hefur fengist og er það von okkar að það muni skila sér í bættri þekkingu og þjónustu við þessi börn.

Accepted: 
 • May 13, 2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24631


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Eydís Ósk Jónasdóttir. B.S. ritgerð..pdf692.71 kBOpenHeildartextiPDFView/Open