is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár) Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24632

Titill: 
 • Viðhorf skjólstæðinga til veittrar þjónustu á myndgreiningardeild Landspítala. Gæðaverkefni
Námsstig: 
 • Diplóma bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknar: Það er lítið vitað um reynslu sjúklinga á þjónustu á myndgreiningardeildum á Íslandi og samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga eiga sjúklingar rétt á bestu mögulegu þjónustu sem völ er á hverju sinni. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf sjúklinga til veittrar þjónustu á myndgreiningardeild Landspítala, annars vegar í Fossvogi og hins vegar á Hringbraut. Vonast er til að niðurstöður leiði til bættrar þjónustu eða varpi ljósi á þá þjónustu sem í boði er.
  Efni og aðferðir: Hannaður var spurningalisti fyrir einstaklinga sem gengust undir segulómrannsókn, tölvusneiðmyndarannsókn og röntgenrannsókn á Landspítala. Spurningalistinn innihélt 44 spurningar í fimm hlutum og voru þátttakendur valdir með þægindaúrtaki þar sem aflað var munnlegs samþykkis. 210 listar voru prentaðir og skiptust þeir í helming á hvorn stað á tímabilinu 3. febrúar - 15. mars. Kí-kvaðrat próf með p-gildið 0,05 var framkvæmt á völdum spurningum.
  Niðurstöður: 206 umslög skiluðu sér til baka sem gerir 98% svarhlutfall. Mikill meirihluti þátttakenda voru konur og voru flestir þátttakenda á aldrinum 60 ára eða eldri. Áberandi meirihluti hafði farið áður í myndgreiningarrannsókn og töldu sig vera vel upplýst um rannsókn við bókun. 78 þátttakendur sögðust hafa farið í segulómun, 92 í tölvusneiðmyndarannsókn og 48 í röntgenrannsókn. Upplýsingagjöf og fræðsla um rannsóknir var með ágætu móti og ekki var um að ræða marktækan mun á milli staða í flestum atriðum. Það var hins vegar marktækur munur á milli staða á biðtíma eftir tölvusneiðmyndarannsókn og upplýsingagjöf um framkvæmd röntgenrannsóknar. Viðmót starfsfólks var með fínu móti og ekki var marktækur munur á ánægju með þjónustu í heild.
  Ályktun: Niðurstöður þessarar rannsóknar leiddu í ljós að sjúklingar virtust ánægðir með þjónustuna sem þeim var veitt, en bæta megi upplýsingagjöf um framkvæmd rannsóknar. Það má því draga þá ályktun að bæta megi góða þjónustu sem veitt er á myndgreiningardeild Landspítala.

Samþykkt: 
 • 13.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24632


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni.pdf271.83 kBOpinnTitilsíða, ágrip, efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni.3.pdf5.56 MBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna