is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24633

Titill: 
 • Áhrif lyfjameðferðar á lífslengd Parkinsonsjúklinga
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Inngangur: Parkinsonveiki er næst algengasti taugahrörnunarsjúkdómurinn á heimsvísu, en talið er að algengi í iðnríkjum sé um 0,3% hjá allri þjóðinni og 1% hjá 60 ára og eldri. Sjúkdómurinn er ólæknandi, en miklar framfarir urðu á lífsgæðum sjúklinga við tilkomu levodopa lyfjameðferðar. Þrátt fyrir þær framfarir er sjúkdómurinn enn tengdur aukinni dánartíðni. Áhrif levodopa lyfjameðferðar á dánartíðni er ekki alveg samhljóma, þó benda margar rannsóknir til jákvæðra áhrifa þess á lifun sjúklinga. Markmið þessarar rannsóknar var að meta lifun Parkinsonsjúklinga m.t.t. svörunar við levodopa meðferð.
  Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn sem tók til hluta sjúklinga sem komu fram undir greiningunni "parkinsonveiki", "parkinsonismus" og "extrapyramidal syndrome" í innlagnarnótum taugadeildar á árunum 1967-2010. Upplýsingum um sjúklinga var síðan safnað úr sjúkraskrám og Sögukerfi LSH. Notuð voru greiningarskilmerki UK Parkinson's Disease Society Brain Bank til greiningar á Parkinsonveiki. Lífshorfur voru reiknaðar með aðferð Kaplan-Meier. Myndaður var viðmiðunarhópur úr gögnum Hagstofu Íslands, þar sem áætluð lífslengd hvers sjúklings var skráð frá annarsvegar upphafi einkenna og hinsvegar greiningaraldri.
  Niðurstöður: Sjúklingar voru alls 117, þar af 79 karlar (68%) og 38 konur (32%). Meðalaldur greiningar var 63 ára ±10 og meðalaldur við upphaf einkenna var 60 ára ±10. Marktækur munur var á milli kynja m.t.t upphafs einkenna og greiningaraldurs. Lifun Parkinsonsjúklinga, sem svöruðu levodopa lyfjameðferð, var marktækt lækkuð m.v viðmiðunarhóp, bæði m.t.t upphafs einkenna (p=0,0124) og aldur greiningar (p=0,00187). Ómarktækur munur var á samanburði lifunar þeirra sem svöruðu og svöruðu ekki levodopa lyfjameðferð, bæði m.t.t upphafs einkenna (p=0,707) og aldur greiningar (p=0,532).
  Ályktanir: Lífshorfur Parkinsonsjúklinga eru lækkaðar samanborið við þýðið, þrátt fyrir levodopa lyfjameðferð. Þessar niðurstöður eru sambærilegar við erlendar rannsóknir.

Samþykkt: 
 • 13.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24633


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif lyfjameðferðar á lífslengd Parkinsonsjúklinga.pdf1.49 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna