is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24636

Titill: 
 • Hefur notkun ceftriaxone breyst á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Streptococcus pneumoniae (pneumókokkar) eru algengar bakteríur í nefkoki barna sem geta valdið alvarlegum sýkingum eins og blóðsýkingum, heilahimnubólgum, lungnabólgum og bráðum miðeyrnabólgum (e. acute otitis media, AOM). Í lok níunda áratugs síðustu aldar og við upphaf þess tíunda fór sýkingum af völdum sýklalyfjaónæmra S. pneumoniae hratt fjölgandi á Íslandi. Um var að ræða klónal útbreiðslu á fjölónæmum pneumókokki af hjúpgerð 6B. Flest hefðbundin sýklalyf dugðu ekki gegn hjúpgerð þessari og þurfti því að grípa til breiðvirkari sýklalyfja, oftast ceftriaxone. Í kjölfarið jókst notkun þess mikið en það er notað í frummeðferð við alvarlegum sýkingum og einnig við AOM. Árið 2004 kom upp annar fjölónæmur stofn, 19F, sem ceftriaxone var einnig notað gegn. Bólusetningar með Synflorix, 10-gildu próteintengdu pneumókokkabóluefni, hófust á Íslandi árið 2011.
  Markmið: Markmið þessarar rannsóknar var að rannsaka mögulega breytingu á notkun ceftriaxone á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins eftir að bólusetningarnar hófust hér á landi. Borin verða saman tímabilin fyrir bólusetningu (2008-2010) og tímabilið eftir (2011-2015).
  Efni og aðferðir: Upplýsingum var deilt á tvö gagnasöfn, annars vegar var leitað eftir hjúkrunarmeðferðum með ceftriaxone, hins vegar var leitað eftir öllum útskriftargreiningum ICD-10 H.65. og H.66. en það eru kóðarnir fyrir AOM. Gagnasöfnin voru snyrt til og sameinuð. Tölfræðiútreikningar fóru fram í Excel og R og var notast við t próf og aðhvarfsgreiningu hlutfalla með innifalinni poisson greiningu.
  Niðurstöður: Á fyrra tímabilinu (2008-2010) voru að meðaltali 614 komur á ári með útskriftargreininguna AOM. Á því seinna (2011-2015) voru þær að meðaltali 566.8. Á milli þessara tímabila var ómarktæk fækkun um 47.2 komur á ári milli tímabilanna (95%ÖB -45.9 140.3, p=0.1944). Þegar hlutfallsleg áhætta á að fá ceftriaxone er reiknuð fást eftirfarandi niðurstöður: RR 0.589 á að fá ceftriaxone 2011-2015 miðað við 2008-2010 (95%ÖB 0.56 - 0.66 p<0.001), þetta er óháð útskriftargreiningu en búið er að leiðrétta fyrir aldri við komu. Sé einungis reiknað úr hópi sjúklinga með útskriftargreininguna AOM er RR 0.35 á að fá ceftriaxone 2011-2015 miðað við 2008-2010 (95%ÖB 0.297 - 0.416 p<2.0x10-16) hér er einnig búið að leiðrétta fyrir aldri við komu.
  Umræður: Fækkun var á komum með útskriftargreininguna AOM, en hún var ekki marktæk. Marktæk fækkun var á gjöf ceftriaxons í kjölfar Synflorix bólusetningarinnar. Er þá ekki tekið tillit til þess, að lyfið er notað gegn fleiri sýkingum en AOM. Því má álykta að í kjölfar upptöku pneumókokkabóluefnisins fækkaði marktækt notkun ceftríaxóns, sem bendir til þess að sýkingum af völdum ónæmra pneumókokka hafi fækkað.

Samþykkt: 
 • 13.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24636


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigmar A Guðmundsson - Hefur notkun ceftriaxone breyst á BMT BSP Hringsins.pdf667.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna