en English is Íslenska

Thesis (Doctoral)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Doktorsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/24640

Title: 
 • Title is in Icelandic Tengsl hreyfingar og heilsu: Þýðisrannsókn á eldri körlum og konum á Íslandi
 • Linking Physical Activity and Health: A population study of elderly Icelandic men and women
Degree: 
 • Doctoral
Keywords: 
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Megin tilgangur rannsóknarinnar var að auka þekkingu á því hvernig hreyfing, kyrrseta og svefn tengjast heilsu eldra fólks á Íslandi. Notast var við safn mælinga í stóru, vel skilgreindu úrtaki eldra fólks sem tóku þátt í öðrum fasa Öldrunarrannsóknar Hjartaverndar. Einnig var kannað hvort rúmmálsbreytingar í heilanum væru tengdar hreyfingu og kyrrsetu. Hreyfing þátttakenda var mæld með hreyfimælum.
  Rannsóknin leiddi í ljós að kyrrseta er stærsti hlutinn af heildar notkunartíma hreyfimælisins hjá þátttakendum, eða um 75%, en í kjölfarið kom mjög létt hreyfing með um 21%. Hreyfing af miðlungs- eða mikilli ákefð var <1%. Aldur hafði sterkustu tengslin við kyrrsetu sem og allar hreyfibreytur. Á sumrin var meiri tíma eytt í alla flokka hreyfingar, fyrir utan hreyfingu af miðlungs- eða mikilli ákefð og var kyrrseta minni. Sýnt er fram á langan svefntíma eldra fólks á Íslandi, en þátttakendur vöknuðu fyrr á sumrin sem leiddi til minni heildar hvíldartíma. Hreyfing hafði lítil en marktæk áhrif á svefnseinkun og svefntíma. Einnig voru tengsl milli heilarýrnunar og hreyfingar staðfest, sem og milli heilarýrnunar og kyrrsetu.
  Hreyfing hjá eldri Íslendingum er mjög lítil og svefntími almennt langur. Þær litlu breytingar á hreyfingu og svefnmynstri sem koma fram í þessari rannsókn við mismunandi birtustig, gefur til kynna að Íslendingar hafa aðlagast vel að þeim árstíðabundnu breytingum sem verða á birtustigi á landinu. Með því að fá fólk til að hreyfa sig meira, gætu meiri möguleikar skapast til þess að lifa sjálfstæðara lífi og auka lífsgæði á efri árum. Þetta er staðfest með þeim tengslum sem komu í ljós á milli hreyfingar, kyrrsetu og heilarýrnunar í rannsókninni.

 • The primary aim of the studies was to improve the understanding of how physical activity (PA), sedentary behavior (SB) and sleep contribute to health in older Icelanders. Also, to examine if structural changes in the brain are associated with PA and SB. Data from the AGES-Reykjavik study was used, and PA was measured with accelerometers.
  The main result was that SB was the largest component of total wear-time, or 75%, followed by low-light PA, 21%. Moderate-to-vigorous PA was <1%. Age had the strongest association with SB and all PA variables. During the summer, more time was spent in all PA categories, except for moderate-to-vigorous PA, and SB was reduced. Long sleep duration in those older Icelanders was revealed. Participants tended to rise earlier in summer months, leading to reduced rest duration. PA had small but significant impact on onset latency and bed time. The relationship between brain atrophy and PA were confirmed, as well as the association between the brain volume and SB.
  Older Icelanders have low PA and generally long sleep time. The small changes in PA and sleep patterns revealed in this study during period of disparate daylight length, suggest that this population is well adapted to the seasonal variation of daylight in Iceland. By increasing PA among Icelanders, they could gain more independency and increased quality of life in their older days. This is supported by the observed association between PA, SB and brain atrophy in the current study.

Accepted: 
 • May 13, 2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24640


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Dr. Nanna Ýr Arnardóttir-med_greinum.pdf20.29 MBOpenRitgerð með greinumPDFView/Open

Note: is Rigerðin þarf að vera læst í nokkurn tíma þar sem handrit einnar greinar er inni í henni er óbirt.