en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/24645

Title: 
 • Title is in Icelandic Ífarandi sýkingar af völdum Streptókokka af flokki B hjá ungbörnum á Íslandi. Birtingarmyndir og erfðafræðilegir þættir bakteríunnar
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Inngangur: S. agalactiae (Streptókokkar af flokki B, GBS) eru Gram-jákvæðir keðjukokkar sem finnast í meltingar-, þvag- og kynfærum manna. Allt að 44% þungaðra kvenna bera GBS bakteríuna í leggöngum einhvern tímann á meðgöngu. Ungbörn geta smitast af GBS bakteríunni frá móður sinni í fæðingu og getur hún valdið alvarlegum sýkingum hjá þeim. Ungbarnasýkingum hefur verið skipt í snemmkomnar sýkingar (early-onset disease, EOD) á 1.-6. degi og síðkomnar sýkingar (late-onset disease, LOD) á 7.-89. degi. Algengustu birtingarmyndir GBS sýkinga eru blóðsýking, heilahimnubólga og lungnabólga. Helsta markmið rannsóknarinnar var að kanna tengsl birtingarmynda GBS sýkinga og erfðafræðilegra þátta bakteríunnar.
  Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til áranna 1975-2014. Upplýsingum um GBS sýkingu ungbarna, meðgöngu og fæðingu var aflað úr sjúkraskrám og upplýsingum um ræktanir úr gögnum Sýklafræðideildar. Stofngreining bakteríunnar var framkvæmd af einum leiðbeinanda verkefnisins, Erlu Soffíu Björnsdóttur. Tölfræðileg úrvinnsla var unnin í forritinu Rstudio.
  Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu urðu 109 GBS sýkingar hjá ungbörnum á Íslandi, tiltækir bakteríustofnar voru 92 talsins en eina sjúkraskrá vantaði. Gögnin ná til 91 barns, þar af voru 52 snemmkomnar og 39 síðkomnar sýkingar. Nýgengi GBS sýkinga hjá ungbörnum á Íslandi hefur farið lækkandi þó marktæk aukning hafi verið í síðkomnum sýkingum yfir rannsóknartímabilið (p=0.008). Algengustu einkenni barna við upphaf sýkingar voru öndunarerfiðleikar og hiti. Alls greindust 16 stofngerðir af GBS bakteríunni en klónalgerð 17 af hjúpgerð III, með yfirborðspróteinið RIB og festiþræðina PI-1+PI-2b var langalgengust (29%). Klónalgerð 17 reyndist marktækt tengd síðkomnum sýkingum (p<0.001), en hjúpgerð Ib ásamt klónalgerð 10 reyndist marktækt tengd lungnabólgu (p=0.04, p=0.02). Aðrar gerðir bakteríunnar tengdust ekki ákveðinni greiningu ungbarna né heldur var ákveðin gerð sem sýkti frekar fyrirbura.
  Ályktanir: Klónalgerð 17 er sérstaklega meinvirk gerð bakteríunnar í ungbarnasýkingum á Íslandi. Hún er tengd síðkomnum sýkingum en nýgengi þeirra hefur farið hækkandi. GBS sýkingar geta haft alvarlegar afleiðingar og þá sérstaklega ef börn fá heilahimnubólgu sem hefur í öðrum rannsóknum verið tengd við síðkomnar sýkingar. Fyrirbyggjandi sýklalyfjagjöf í fæðingu hindrar aðeins snemmkomnar sýkingar og því er mikilvægt að bóluefnisþróun gegn GBS haldi áfram svo hægt verði að fyrirbyggja sem flestar ungbarnasýkingar af völdum GBS í framtíðinni.

Accepted: 
 • May 13, 2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24645


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BS_ritgerd_BirtaBaeringsdottir.pdf996.14 kBOpenHeildartextiPDFView/Open