is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24647

Titill: 
 • Horfur sjúklinga með Juvenile myoclonic epilepsy
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Inngangur: JME eru alflog af erfðafræðilegum uppruna og eru um 10% allra flogaveikra. Sjúkdómurinn kemur yfirleitt fram fyrir tvítugt en flestir greinast milli 12-18 ára. Í meirihluta tilfella næst viðeigandi stjórn floga undir meðferð. Aftur á móti er JME talin lífstíðar greining og sjúklingar fá yfirleitt bakslag þegar meðferð er hætt. Markmið þessarar rannsóknar var að finna eins margar sjúklinga á Íslandi með JME og hægt er, gefa greinagóða lýsingu á einkennum og teiknum við greiningu, tegundum floga og flogalyfjasögu. Ásamt því að skoða horfur sjúkdómsins.
  Efniviður og aðferðir: Afturskyggð rannsókn sem tók til sjúklinga með JME. Sjúklingar fengust úr heilaritum frá árunum 1990-2010 eða greindust á göngudeild taugalækninga á LSH á sama tímabilin. Allar upplýsingar fengust úr sjúkraskrám sjúklinga og umsögnum af heilaritum þeirra. Tölfræðileg úrvinnsla fór fram í gegnum tölfræðiforritið R(útgáfa 3.1.2).
  Niðurstöður: Rannsóknin tók til 41 einstaklinga þar sem konur voru í meirihluta 26(63%). Meðalaldur við greiningu var 13,7 ár (±3,43) og meðaleftrifylgd 25,8 ár (±9,9). Allir sjúklingarnir reyndust hafa fengið GTCS og morgun kippi, en aðeins 5 höfðu fengið störuflog(12,2%). Meðalfjöldi prófaðra flogalyfja var 2,59 (±1,72) og marktækur munur var á milli karla og kvenna. Konur höfðu prófað að meðaltali 3 (±1,99) en karlar 1,89 (±0,74(p<0,01)). Skilgreind var flogalaus útkoma ef flog hafði ekki átt sér stað innan við 5 ár fyrir eftirfylgd. Það reyndust 21 sjúklingur hafa flogalausa útkomu og þar af voru 6 (28,6%) af þeim án flogalyfja við eftirfylgd. Á eftirfylgdartímanum hættu 15 sjúklingar á flogalyfjameðferð en 9(60%) þeirra fengu aftur flog á tímabilinu.
  Ályktanir: Niðurstöður styðja núverandi viðhorf um að JME sé góðkynja sjúkdómur þegar litið er til stjórn floga. Þrátt fyrir að vera talinn lífstíðarsjúkdómur virðist í sumum tilfellum ekki þurfa á lyfjameðferð að halda. Hins vegar eru miklar líkur á bakslagi ef reynt er að stöðva lyfjameðferð.

Samþykkt: 
 • 13.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24647


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs-Horfur sjúklinga með Juvenile myoclonic epilepsy-full.pdf1.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna