Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24650
Bakgrunnur: Langvarandi verkir í fótlegg hjá íþróttamönnum er algengt vandamál og hafa rannsóknir sýnt að á milli 12,8-82,4% íþróttamanna fá langvarandi einkenni í fótlegg að minnsta kosti einu sinni á sínum íþróttaferli. Mismunagreining á miðlægu álagsheilkenni í sköflungi (MTSS) og álagsbroti í sköflungsbeini (TSF) getur verið erfið þar sem þessi álagseinkenni eru áþekk og margir halda að MTSS sé forveri TSF.
Markmið: Lítið fræðilegt efni er til á íslensku um MTSS og TSF og var markmið þessarar ritgerðar að kanna hvort áhættuþættir þessara álagseinkenna séu þeir sömu og hvort MTSS sé forveri TSF.
Aðferð: Kerfisbundin leit var framkvæmd. Gagnabankarnir pubmed.com og scholar.google.com voru notaðir. Rannsóknirnar þurftu að vera á ensku og tengjast áhættuþáttum MTSS og TSF hvort sem áhættuþættirnir voru skoðaðir saman eða í sitthvoru lagi.
Niðurstöður: Alls voru níu rannsóknir sem fundust um áhættuþætti MTSS og TSF með leitarorðum í gagnabanka og fimm rannsóknir frá öðrum leiðum sem uppfylltu leitarskilyrði. Niðurstöður sýndu að 1) áhættuþættir MTSS og TSF eru í mörgum tilfellum þeir sömu og því eru þessi tvö álagseinkenni oft rannsökuð saman og 2) það sem ýtir undir að MTSS sé ekki forveri TSF er að íþróttamaður getur fengið slæm MTSS einkenni án þess að fá TSF og íþróttamaður getur fengið TSF án þess að fá MTSS á undan.
Ályktun: Nauðsynlegt er að sjúkraþjálfarar þekki mun á einkennum MTSS og TSF sem og áhættuþætti til að geta veitt skilvirka meðferð og unnið að forvörnum með ungum íþróttamönnum til að reyna að komast hjá þessum álagseinkennum sem eru alltof algeng.
Background: Chronic leg pain in athletes is a common problem and studies have shown incidence between 12,8-82,4% of athletes that will get chronic leg pain at least once in their sport career. Differential diagnosis for medial tibial stress syndrome (MTSS) and tibial stress fracture (TSF) can be challenging because these stress injuries are similiar and many people thing that MTSS is a precursor to a TSF.
Purpose: Literature review about MTSS and TSF in Icelandic is uncommon. Aim of this thesis is to examine whether risk factors for MTSS and TSF are the same and whether MTSS is a precursor to a TSF.
Design: Systematic literature was carried out. Pubmed.com and scholar.google.com databases were used. Studies had to be in English and related to risk factors MTSS and TSF.
Results: Nine studies were found but five came from other resources but fulfilled the search terms. The results showed: 1) that risk factors for MTSS and TSF are in many cases the same and that is why these two stress injuries are examined together; and 2) that MTSS is probably not a precursor to a TSF because an athlete can get severe MTSS symptoms wich does not develope to TSF and an athlete can get TSF without any MTSS symptoms before.
Conclusions: It is important that physiotherapists are familiar with MTSS and TSF symptoms and risk factors to be able to offer efficient treatment in rehabilitation and prevention programs for young athletes in order to avoid these too common stress injuries.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BSritgerðLBV.pdf | 341.62 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing um meðferð-Linda Björk Valbjörnsdóttir.pdf | 1.88 MB | Lokaður | Yfirlýsing |