is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24659

Titill: 
 • Skilgreining á undirflokkum B-eitilfrumna í fjölskyldu með ættlæga einstofna mótefna hækkun
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Einstofna mótefnahækkun er ofgnótt af mótefnum frá einum klón af plasmafrumum. Þetta getur verið góðkynja, þ.e. MGUS (monoclonal gammopathy of undetermined significance) nýgengi um 1% um fimmtugt, vaxandi með aldri. Líkur á umbreytingu í illkynja sjúkdóm, mergæxli eða Waldenströms makróglóbúlínemíu eru 1-1,5% á ári. Aðaláhættuþátturinn fyrir einstofna mótefnahækkun er vaxandi aldur en áhættan er að einhverju leyti ættlæg.
  Í íslenskum fjölskyldum með ættlæga áhættu á einstofna mótefnahækkun hefur verið lýst svipgerð sem skilgreind er sem ofursvörun B-eitilfrumna við ósértækri örvun með poke weed mitogeni. B-eitilfrumur ofursvara sýna minni tilviljanakenndan genabreytileika, sem bendir til þess að þær þroskist að einhverju leyti utan kímstöðvar. Þetta gæti endurspeglast í frábrigðilegri samsetningu á undirflokkum B eitilfrumna í blóði. Hægt er að greina í sundur þessa mismunandi undirflokka B-fruma eftir tjáningu á mótefnum og skilgreindum yfirborðssameindum.
  Markmið: Að kanna hvort ofursvarar séu með frábrigðilega samsetningu á undirflokkum B eitilfrumna í blóði.
  Efni og aðferðir: Innkallaðir voru 8 einstaklingar úr ætt með einstofna mótefnahækkun. Einkjarna blóðfrumur voru einangraðar á Ficoll/Hypaque. Flæðisjárgreining með eftirfarandi mótefnum: CD14, CD3, CD20, CD19, IgD, CD27, CD38, CD24 og CD23. Greind voru sýni úr 2 ofursvörum, 2 skyldum viðmiðum og 2 óskyldum viðmiðum.
  Niðurstöður: Þátttaka var 80% hjá þeim sem haft var samband við símleiðis. Niðurstöður úr flæðisjárgreiningu liggja ekki enn fyrir, stefnt er að greina í undirflokka fyrir kynningu. Hlufall frumna í hverjum flokki verður kannað.
  Ályktanir: Þátttaka var góð. Lítill fjöldi mælinga og vandamál við leiðréttingu á rásum flæðisjá gerir það ómögulegt að álykta með nokkurri vissu um hvort ofursvarar hafi frábrigðilega samsettningu á undirflokkum í blóði. Gögnin gefa þó vísbendingar um mögulega hækkun á CD27-IgD- minnisfrumur hjá ofursvörum sem sjást í auknu mæli hjá eldri einstaklingum. Því er full ástæða til frekari rannsókna.

Samþykkt: 
 • 17.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24659


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-Daníel Björn Yngvason.pdf1.45 MBLokaður til...13.05.2026HeildartextiPDF