is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24660

Titill: 
 • Mikilvægi DNA bindisvæðisins fyrir flutning MITF inn í kjarna
 • Titill er á ensku The role of MITF's DNA binding domain in nuclear localization
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Umritunarþátturinn MITF (microphthalmia-associated transcription factor) er tjáður í litfrumum og er mikilvægur fyrir þroskun frumnanna, sérhæfingu þeirra og framleiðslu á melaníni. MITF tilheyrir basic helix-loop-helix leucine zipper fjölskyldunni en basíska svæðið (e. basic region) binst við DNA og hvetur umritun ýmissa gena. Til eru nokkur ísóform af MITF en styst þeirra er MITF-M sem er 419 amínósýrur að lengd. Í mönnum hafa sjúkdómarnir Waardenburg syndrome (WS), Tietz og sortuæxli verið tengdir við stökkbreytingar í MITF. Kjarnastaðsetningarmerki (e. nuclear localization signal) eru mikilvæg fyrir flutning próteina inn í kjarna. Markmið rannsóknarinnar var að kortleggja hvaða svæði MITF-M próteinsins hafa áhrif á flutning þess inn í kjarna.
  Efniviður og aðferðir: Útbúnar voru genaferjur sem tjáðu EGFP-MITF-M og MITF-M-FLAG samrunaprótein. Einnig voru útbúnar stökkbreytingar í genaferjunum sem breyta tilteknum hlutum MITF-próteinsins. Genaferjunum var síðan komið fyrir í bæði 501Mel sortuæxlisfrumum og HEK293T frumum og staðsetning samrunapróteinsins ákvörðuð með lagsjá (e. confocal microscopy).
  Niðurstöður: MITF-M fannst aðallega í kjarna en einungis lítill hluti þess var í umfrymi. Þegar hlutar MITF-M próteinsins voru fjarlægðir af amínó- eða karboxýlenda próteinsins og stökkbreytingarnar NDel120, NDel170, 298X og 316X útbúnar var próteinið einungis staðsett í kjarna. Þegar fjórum arginínum í DNA-bindisvæðinu (amínósýrum 214-217) var breytt í alanín (B4RA), glútamat (B4RE) eða þeim eytt (B4RDel) kom í ljós að MITF-M er nær eingöngu að finna í umfrymi. Niðurstöðurnar voru þær sömu hvort sem samruni MITF-M var við EGFP eða FLAG próteinin. Tvöfalda stökkbreytingin B4RA+316X sýndi punktað mynstur í umfrymi. Stökkbreytingin E318K svipaði til villigerðarinnar og fannst próteinið fyrst og fremst í kjarna. Tvöfalda stökkbreytingin B4RA+E318K olli ekki punktuðu mynstri heldur leit út eins og B4RA og var nær eingöngu staðsett í umfrymi.
  Ályktanir: DNA-bindisvæði MITF inniheldur fjögur arginín sem gegna mikilvægu hlutverki í að flytja MITF inn í kjarna frumna. Við teljum að MITF sé flutt inn í kjarnann með klassísku innflutningsleiðinni þar sem arginínin fjögur í DNA-bindisvæðinu virka sem kjarnastaðsetningarmerki. Mögulega er MITF-M að hluta til brotið niður með sjálfsáti og hugsanlega gegna svæði í karboxýlenda próteinsins hlutverki í þessu ferli.

Samþykkt: 
 • 17.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24660


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-MITF Jón Ágúst Stefánsson Final.pdf63.14 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna