en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/24664

Title: 
  • Title is in Icelandic Brottnámsaðgerðir á blöðruhálskirtli vegna blöðruhálskirtilskrabbameins: Samanburðarrannsókn á opnum aðgerðum og aðgerðum með aðgerðarþjarka á Íslandi árin 2013-2015
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Inngangur: Skurðaðgerðir vegna krabbameins í blöðruhálskirtli hafa verið gerðar á Íslandi í fjölda ára. Við upphaf árs 2015 festi Landspítalinn kaup á aðgerðarþjarka sem hefur síðan þá verið notaður við allar brottnámsaðgerðir á blöðruhálskirtli hér á landi en áður hafði hann verið fjarlægður með opinni aðgerð. Helsta markmið rannsóknarinnar var að bera saman þessar tvær ólíku aðferðir við blöðruhálskirtilsbrottnám út frá aðgerðartíma, blóðtapi í aðgerð og fylgikvillum innan 30 daga frá aðgerð. Önnur markmið voru að kanna legutíma, þvagleggstíma, krabbameinsniðurstöður og langtímafylgikvilla, svo sem þvagleka og getuleysi.
    Efni og aðferðir: Rannsóknin tók til allra sjúklinga sem gengust undir opna aðgerð á árunum 2013-2014 og þeirra sem gengust undir aðgerð með aðgerðarþjarkanum árið 2015. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám sjúklinga á LSH, Læknastöðinni Glæsibæ og Domus Medica. Fylgikvillar voru flokkaðir samkvæmt Clavien-Dindo flokkunarkerfinu.
    Niðurstöður: Alls gengust 80 sjúklingar (meðalaldur 62 ár) undir opna aðgerð (ORP*) og 63 sjúklingar (meðalaldur 63 ár) undir aðgerð með aðgerðarþjarka (RALP**) vegna staðbundins krabbameins í blöðruhálskirtlinum. Miðgildi aðgerðartíma var 129 mínútur í ORP og 120 mínútur í RALP (P=0,12). Miðgildi blóðtaps í aðgerð var 600 mL í ORP og 100 mL í RALP (P<0,0001). Miðgildi legutíma var tveir dagar eftir ORP og einn dagur eftir RALP (P<0,0001). Miðgildi þvagleggstíma var 13 dagar eftir ORP og 7 dagar eftir RALP (P<0,0001). Enginn sjúklingur lést innan 30 daga frá aðgerð en einn sjúklingur (0,7%), sem gekkst undir ORP, lést 1,3 ári eftir aðgerð vegna meinvarpa frá krabbameininu. Tíðni jákvæðra skurðbrúna var svipuð í báðum hópum. Heildartíðni fylgikvilla, innan 30 daga frá aðgerð, var 30,0% eftir ORP og 12,7% eftir RALP (P=0,014). Algengustu fylgikvillarnir eftir ORP voru skurðsárasýkingar (16,3%) og þvagfærasýkingar (15,0%). Einn sjúklingur (1,6%) fékk yfirborðssýkingu í skurðsár eftir RALP og tíðni þvagfærasýkinga í þeim hópi var 7,9% sem jafnframt var algengasti fylgikvillinn þar. Minniháttar fylgikvilla (Clavien <3) fengu 16,3% sjúklinga eftir ORP og 11,1% sjúklinga eftir RALP. Meiriháttar fylgikvilla (Clavien 3) fengu 13,8% sjúklinga eftir ORP og 1,6% sjúklinga eftir RALP (P=0,09).
    Ályktanir: Eftir að horfið var frá opnum aðgerðum og til aðgerða með aðgerðarþjarka, við brottnám blöðruhálskirtils hér á landi, minnkaði blóðtap í aðgerð, legutími og þvagleggstími styttist og fylgikvillum (innan 30 daga frá aðgerð) fækkaði. Tíðni jákvæðra skurðbrúna var svipuð í báðum hópum og má því draga þá ályktun að krabbameinslegar útkomur eftir RALP séu að minnsta kosti jafngóðar og eftir ORP. Erlendar rannsóknir sýna fram á svipaðar niðurstöður og má því draga þá ályktun að árangur aðgerða með aðgerðarþjarka hér á landi sé sambærilegur við árangur slíkra aðgerða erlendis.
    *ORP = Open Radical Prostatectomy
    **RALP = Robotically Assisted Laparoscopic Prostatectomy

Accepted: 
  • May 17, 2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24664


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BS_ritgerd_HildaHronn.pdf862.91 kBOpenHeildartextiPDFView/Open