is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24666

Titill: 
  • Tengsl 5 mínútna Apgars og vaxtarskerðingar á meðgöngu við námsárangur í íslensku og stærðfræði í 4. og 7. bekk grunnskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Apgarstigun er samræmt stigunarkerfi sem metur ástand nýbura eftir fæðingu. Kerfið tekur tillit til hjartsláttar, öndunar, vöðvaspennu, svörunar við áreiti og húðlitar og fær nýburinn stig á bilinu 0-10 (0 er verst en 10 best). Stigað er 1 og 5 mínútum eftir fæðingu. Fundist hafa umdeild tengsl milli Apgarstigunar og námsárangurs. Tengsl fæðingarþyngdar barna sem fædd eru <2500 g við námsárangur þeirra eru þekkt. Tengsl fæðingarþyngdar umfram 2500 g við námsárangur eru hins vegar umdeildari. Markmið þessarar rannsóknar voru að kanna tengsl Apgarstigunar og fæðingarþyngdar við námsárangur í íslensku og stærðfræði í 4. og 7. bekk grunnskóla. Rannsóknin er forrannsókn fyrir hluta af rannsókninni „Lifecourse“ sem nú fer fram í Háskólanum í Reykjavík.
    Gagnagrunnur var fenginn úr rannsókninni „Lifecourse“. Þar voru upplýsingar um öll börn sem fædd voru í Reykjavík árið 2000 og búsett í Reykjavík við fæðingu. Tekin voru út úr gagnagrunninum börn með óskráða meðgöngulengd, börn með meðgöngulengd styttri en 37 vikur og börn sem ekki höfðu tekið samræmd próf í 4. eða 7. bekk. Börnunum var skipt í tvo hópa eftir því hvort þau höfðu lága 5 mínútna Apgarstigun (0-6) eða eðlilega (7-10). Tölfræðiforritið R var notað. Parað t-próf var notað til að bera saman einkunnir innan hvors flokks milli ára en óháð t-próf til að bera saman einkunnir milli flokka. Línuleg aðhvarfsgreining var notuð til að meta samband Apgarstigunar (sem talnabreytu) og samband fæðingarþyngdar (sem talnabreytu) við einkunnir. Fjölbreytu línuleg aðhvarfsgreining var notuð til að meta sjálfstæð tengsl Apgarstigunar og fæðingarþyngdar við einkunnir.

Samþykkt: 
  • 17.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24666


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gudrun_Ingibjorg_Thorgeirsdottir_BS_ritgerd.pdf943.75 kBLokaður til...13.05.2021HeildartextiPDF