is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24667

Titill: 
 • Árangur ósæðarlokuskipta vegna ósæðarlokuþrengsla á Íslandi 2002-2013
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Ósæðarlokuskipti er næstalgengasta hjartaaðgerðin á Íslandi og er oftast gerð vegna þrengsla sem stafa af kölkun í lokunni. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort ábendingar og árangur þessara aðgerða hér á landi hafi breyst á nýlegu 12 ára tímabili, með áherslu á 30 daga dánartíðni, tíðni snemmkominna fylgikvilla og eins árs lifun.
  Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til 433 sjúklinga (meðalaldur 70,9±10,0 ár, 65,1% karlar) sem gengust undir ósæðarlokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla á Íslandi á árunum 2002-2013. Alls gengust 526 sjúklingar undir ósæðarlokuskipti á þessu tímabili en útilokaðir voru sjúklingar sem gengust undir lokuskipti vegna leka eða hjartaþelsbólgu (n=46), sjúklingar sem höfðu áður gengist undir opna hjartaaðgerð (n=35) og sjúklingar sem ekki fylgdu næg gögn (n=12). Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og voru m.a. skráðir áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma, aðgerðartengdir þættir og fylgikvillar aðgerðar en einnig var farið yfir niðurstöður hjartaómanna. Borin var saman dánartíðni, tíðni fylgikvilla og lifun (Kaplan-Meier) á þremur fjögurra ára tímabilum. Meðaltal eftirlitstíma var 6,2 ár (bil: 0-13,9 ár) og miðaðist við 15. febrúar 2016.
  Niðurstöður: Meðalaldur og kynjadreifing hélst svipuð á milli tímabila, einnig tíðni áhættuþátta kransæðasjúkdóms, nema tíðni háþrýstings og blóðfituröskunar sem var hærri á þriðja tímabilinu. EuroSCORE II hélst einnig svipað á milli tímabila. Hlutfall sjúklinga sem fékk ígrædda lífræna loku með grind hækkaði úr 12,4% á fyrsta tímabilinu í 46,5% á því síðasta (p<0,0001). Aðeins 16,9% sjúklinga fengu ólífræna loku en hlutfallið var hærra á fyrri tveimur tímabilunum (20,6% og 21,8%) en á því þriðja (7,7%) (p=0,006). Hámarks þrýstingsfallandi yfir ósæðarlokuna fyrir aðgerð var að meðaltali 75 ± 26 mmHg á fyrsta tímabilinu, 66 ± 24 mmHg á því öðru (p=0,01) og 70 ± 27 mmHg á því þriðja (p=0,2). Flatarmál lokuops á sömu tímabilum var 0,64 ± 0,25 cm2, 0,71 ± 0,25 cm2 (p=0,054) og 0,75 ± 0,24 cm2 (p=0,003) og tangartími 127 mín., 110 mín. (p<0,0001) og 107 mín. (p<0,0001). 30 daga dánartíðni var 8,3% á fyrsta tímabilinu, lækkaði í 4,1% á því öðru (p=0,6) og var 4,9% á því síðasta (p=0,6). Á fyrsta tímabilinu fengu 83,5% sjúklinga snemmkominn minniháttar fylgikvilla, á öðru tímabilinu var hlutfallið 61,8% (p=0,0002) og á því þriðja 61,4% (p=0,0002). Gáttatif var algengasti minniháttar fylgikvillinn en tíðni þess lækkaði úr 78,6% í 63,8% (p=0,03) og 48,1% (p=0,0001). Nýrnaskaði var næst algengasti fylgikvillinn en þar lækkaði tíðnin úr 25,9% í 20,8% (p=0,4) og 11,9 (p=0,02). Tíðni alvarlegra fylgikvilla á sömu tímabilum var 35,5%, 27,6% (p=0,3) og 23,2% (p=0,1) og eins árs lifun 87,9%, 94,1% og 94,4% (p=0,07).
  Ályktun: Tíðni snemmkominna fylgikvilla hefur lækkað eftir ósæðarlokuskipti á Íslandi, sérstaklega tíðni gáttatifs og bráðs nýrnskaða. Einnig virðist sem 30 daga dánartíðni hafi lækkað síðustu 8 árin og lifun sjúklinga vænkast, enda þótt munurinn sé ekki marktækur. Hluti af skýringunni gæti verið að sjúklingar eru teknir fyrr til aðgerðar og ósæðarlokuþrengsli þeirra því ekki jafn langt gengin auk þess sem tangartími hefur styst vegna aukinnar notkunnar lífrænna loka með grind.

Samþykkt: 
 • 17.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24667


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristjan.Orri.Vidisson.BSfinalfinal.pdf912.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna