is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24668

Titill: 
 • Lifun sjúklinga með non-Hodgkin's eitilfrumukrabbamein: Lýðgrunduð rannsókn
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Non-Hodgkin's eitilfrumukrabbamein (e. non-Hodgkin's lymphoma; NHL) er flokkur margra mismunandi tegunda eitilfrumukrabbameina. Í Svíþjóð er NHL um 3% af öllum greindum krabbameinum árlega. Horfur eru mismunandi eftir tegund, gráðu og stigun meinsins en í heildina er 5 ára hlutfallsleg lifun (HL) um 70%. Meðferðin er einnig mismunandi eftir fyrrgreindum þáttu og getur verið allt frá eftirliti og yfir í sterka krabbameins- og stofnfrumumeðferð. Algeng lyfjameðferð fyrir mið-til hágráðu NHL er geislameðferð og R-CHOP (rituximab, cyclophosamide, doxorubicin, vincristine og prednisone) fyrir B-frumu eitilfrumukrabbamein en án rituximab fyrir T-frumu eitilfrumukrabbamein.
  Efni og aðferðir: Rannsóknin er lýðgrunduð ferilrannsókn. Þátttakendur voru allir einstaklingar sem greindir voru með NHL á árunum 1981-2013 (n=37.811) í Svíþjóð. Gögnin voru fengin frá krabbameinsskrá Svíþjóðar og voru upplýsingar um aldur, kyn, greiningardagsetningu og tegund NHL skráðar. HL er hlutfall á mælanlegri lifun annars vegar og lifuninni sem við búist er við hjá sambærilegu þýði. Með því að bera saman við sænskar töflur um lífslíkur miðað við aldur, kyn og fæðingarár þá var HL reiknuð til 1-, 5-, og 10- ára hjá fimm aldurshópum (18-49, 50-59, 60-69, 70-79 og ≥80 ára) á árunum 1981-1992 (einungis fyrir NHL í heild), 1993-2003 og 2004-2013 með 95% öryggisbili (ÖB). Auka áhættu hlutfall (e. excess hazard ratio; EHR) fyrrnefndra hópa var fengið með Poisson aðhvarfsgreiningar líkani. Tímaskalinn sem notaður var var tími frá greiningu.
  Niðurstöður: Skoðaðir voru eftirfarandi hópar: NHL í heild sinni (n=37.811), stórfrumu B eitilfrumukrabbamein (e. diffuse large B-cell lymphoma; DLBCL)(n=11.779), hnútótt eitilfrumukrabbamein (e. follicular lymphoma)(n=5.692) og T-frumu eitilfrumukrabbamein (n=6.821). Fimm ára HL hjá öllum aldurshópum NHL sjúklinga fór úr því að vera 0,49 (ÖB: 0,47-0,50) á árunum 1981-1993 og í 0,65 (ÖB: 0,64-0,67) á árunum 2003-2013. Fimm ára HL á sömu tímabilum 18-49 ára var 0,70 (ÖB: 0,67-0,72) og 0,85 (ÖB: 0,83-0,87) en 0,29 (ÖB: 0,25-0,33) og 0,43 (ÖB: 0,40-0,47) fyrir 80 ára og eldri síðasta aldursflokkin. Fimm ára HL DLBCL fór úr 0,54 (ÖB: 0,52-0,56) á tímabili 2 í 0,62 (ÖB: 0,60-0,64) á tímabili 3. Fimm ára HL hnútótts eitilfrumukrabbameins fór úr 0,71 (ÖB: 0,69-0,74) á tímabili 2 í 0,85 (ÖB: 0,83-0,88) á tímabili 3. EHR hjá síðasta aldurshópunum í T-frumu eitilfrumukrabbamein með 2004-2013 sem viðmiðunartímabil var 1,17 (ÖB: 0,99-1,40, p=0,09).
  Ályktanir: Ljóst er að lifun hefur batnað hjá flestum NHL sjúklingum frá árinu 1981. Hún hefur þó ekki batnað hjá sumum aldurshópum þeirra sem greindir voru með T-frumu eitilæxli. Það sem skýrir það eru hugsanlega ný krabbameinslyf sem tekin voru í notkun á upphafsárum aldarinnar fyrir B-frumu eitilfrumukrabbamein. Einnig má velta því fyrir sér hvort greiningaraðferðir séu betri og stuðningsmeðferðir hafi breyst til batnaðar.

Samþykkt: 
 • 17.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24668


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BScritgerd_bjarnirunar.pdf2.39 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna