en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/24669

Title: 
 • Title is in Icelandic Árangur ósæðarlokuskipta hjá konum á Íslandi
Submitted: 
 • May 2016
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Inngangur: Erlendis eru konur 30-50% sjúklinga sem gangast undir lokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla. Árangur þessara aðgerða hjá konum hefur ekki verið rannsakaður sérstaklega hér á landi og var markmið rannsóknarinnar að bæta úr því.
  Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra sjúklinga sem gengust undir ósæðarlokuskipti á Íslandi vegna ósæðarlokuþrengsla á árunum 2002-2013, en útilokaðir voru 94 einstaklingar sem áður höfðu farið í hjartaaðgerð, ónóg gögn lágu fyrir eða ef ábending fyrir aðgerð var ósæðarlokuleki eða hjartaþelsbólga. Úr sjúkraskrám voru skráð einkenni og áhættuþættir hjartasjúkdóma, fylgikvillar aðgerðar og farið var yfir hjartaómanir fyrir og eftir aðgerð. Heildarlifun var metin með aðferð Kaplan-Meier og forspárþættir dauða innan 30 daga metnir með lógistískri aðhvarfsgreiningu. Meðal eftirlitstími var 6,2 ár (bil 1-13,9).
  Niðurstöður: Af 433 sjúklingum voru 151 konur (34,9%) og var meðalaldur þeirra 2,5 árum hærri karla (72,6 sbr. 70,1 ár, p=0,01). Einkenni beggja kynja voru sambærileg nema hvað konur höfðu martækt oftar sögu um hjartabilun (27,8% sbr. 16,4%, p=0,0071) og sjaldnar blóðfituröskun (39,1 sbr. 50,7%, p=0,027) eða sögu um reykingar (43,9 sbr. 55,2%, p=0,034). Karlar höfðu tvíblöðkuloku í 30,8% tilfella en konur í 22,4% tilfella (p=0,089). Hámarks þrýstingsfallandi yfir lokuna var 74,6 mmHg hjá konum borið saman við 67,9 mmHg hjá körlum (p=0,016). Tíðni snemmkominna fylgikvilla, bæði minniháttar (72,2% sbr. 69,6% hjá körlum) og alvarlegra (30,5% sbr. 27,8% hjá körlum) var sambærileg fyrir konur og karla (p=0,66 og p=0,63). 30 daga dánartíðni var 8,6% fyrir konur en 3,9% fyrir karla (p=0,068) og eftir 5 ár var lifun kvenna 78,6% miðað við 83,1% hjá (p=0,245). Sterkustu forspárþættir dauða innan 30 daga voru aldur og NYHA flokkar 3 eða 4. Kvenkyn reyndist hins vegar ekki sjálfstæður forspárþáttur eftir að leiðrétt var fyrir öðrum forspárþáttum (OR: 2,28, 95%-ÖB: 0,93-5,77).
  Ályktanir: Á Íslandi eru konur um þriðjungur þeirra sem gangast undir ósæðarlokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla. Þær eru rúmlega tveimur árum eldri en karlar þegar kemur að aðgerð og virðast hafa lengra genginn sjúkdóm en karlar. Hjá konum sást tilhneiging til hærri 30 daga dánartíðni en tíðni fylgikvilla og langtíma lifunar var þó svipaður fyrir bæði kyn.

Accepted: 
 • May 17, 2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24669


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BSskil.AnnaGudlaugGunnarsdottir.pdf1.49 MBOpenHeildartextiPDFView/Open