is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2467

Titill: 
  • Hjúskapur eða óvígð sambúð
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarðarinnar er hjúskapur og óvígð sambúð. Skoðað er hvaða reglur gilda um þessar tvær fjölskyldugerðir. Í inngangskafla er fjallað um fjölskyldunna til að leggja grunninn að því sem á eftir kemur. Í upphafi er fjallað um hjúskap, staðfesta samvist og óvígða sambúð og skoðað hvaða reglur gilda um þessar fjölskyldur. Það sem er skoðað er hvaða reglur gilda um stofnun, slit og réttindi og skyldur þessara þriggja gerða af fjölskyldum. Þar sem sambærilegar reglur gilda um staðfesta samvist og hjúskap er ekki frekari umfjöllun um þá fjölskyldugerð heldur vísast til þess að sömu reglur gilda að meginstefnu til. Fjallað er um fjármálin og eru dregnar fram þær reglur sem gilda varðandi eignir og skuldir fólks, hvað gildi á sambúðartímanum, hvernig fari með forræði á eignum og hvaða reglur gilda við slit hjúskapar eða óvígðrar sambúðar. Skoðað er hvað reglur gilda þegar annar aðili er ekki lengur til staðar, hvort sem er andlega eða líkamlega og megináhersla er á erfðir og skipti dánarbúa auk þess sem litið er til þess hvaða reglur gilda um lögræðissviptingu og horfna menn. Skattamál fá sinn skerf og litið er á reglur tekjuskattslaga um hvaða framtalsreglur gilda hjá fólki í hjúskap og óvígðri sambúð og einnig hvaða reglur gilda um bótahluta tekjuskattslaga, barnabætur og vaxtabætur. Reglur almannatryggingalaga er skoðaðar, lífeyrissjóðirnir, frjálsar tryggingar og félagsleg þjónusta einnig, bæði hjá ríki og sveitarfélögum þar sem einnig er fjallað um reglur lánasjóðs íslenskra námsmanna. Rennt er yfir hvaða reglur gilda um stöðu útlendinga, réttarfarsreglur, húsaleigu, höfundaréttur og rétt aðstandenda sjúklinga. Að lokum er niðurstaða og samantekt auk þess sem í lokaorðum er velt vöngum yfir því hvað valdi því að reglurnar séu að sumu leyti mismunandi, hvort það eigi að breyta einhverju og þá hverju.

Samþykkt: 
  • 6.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2467


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pd_fixed.pdf868.53 kBLokaðurHeildartextiPDF