en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/24671

Title: 
 • Immunogenicity of a live-attenuated cholera vaccine using a biofilm matrix protein as an antigen presentation platform
Keywords: 
Submitted: 
 • May 2016
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Inngangur: Kólera á stóran þátt í dauða ungra barna af völdum niðurgangspesta, sérstaklega í þróunarlöndum þar sem viðeigandi heilbrigðisþjónusta er af skornum skammti. Dukoral® er annað af tveimur bóluefnum við kóleru á markaðnum í dag. Það inniheldur dauðar Vibrio cholerae bakteríur ásamt einangruðum hluta af eitri bakteríunnar, cholera toxin subunit B (CTB) sem er dýrt að einangra og er því of dýrt fyrir þróunarlöndin. Þessi viðbót af CTB virkar sem ónæmisglæðir fyrir bóluefnið ásamt því að veita að hluta vörn gegn enterotoxigenískum E. coli (ETEC) sem er önnur algeng ástæða fyrir niðurgangi hjá ungum börnum. Shanchol® er annað bóluefni á markaðnum en það inniheldur einungis dauðar V. cholerae og er því notað í þróunarlöndum. Hvorugt bóluefnið veitir góða vörn í ungum börnum.
  Markmið: Þessi rannsókn skoðaði hversu áhrifaríkt lifandi veiklað bóluefni, með biofilm matrix próteinið RbmA sem miðlara fyrir mótefnavakann CTB, er í myndun ónæmissvars við CTB.
  Efni og aðferðir: 10 BALB/c mýs fengu sublingual bólusetningu með V. cholerae stofninum MO10 ctxA/prbma-ctxB þrisvar með tveggja vikna millibili. Blóðsýnum til mótefnagreiningar var safnað fyrir fyrstu bólusetningu (D1), fyrir hverja endurbólusetningu (D14, D28) og svo tveimur vikum eftir síðustu endurbólusetningu (D42). Saursýnum til mótefnagreiningar var safnað fyrir fyrstu bólusetningu (D-1), daginn eftir endurbólusetningar (D15, D29) og svo á D42. Kinetic ELISA var notuð til að greina CTB sértæk IgG og IgA mótefni í sýnum.
  Einnig var fylgst með útskilnaði bóluefnisins í saursýnum fyrstu 2-3 dagana eftir hverja bólusetningu mælt í CFU/gr saur.
  Niðurstöður: CTB sértækt IgA í saur var marktækt hærra D15, D29 og D42 miðað við D-1, p<0.0001. Sértækt IgA í sermi var marktækt hærra D28 og D42 miðað við D-1, p=0.002 og p=0.03. Engin marktæk aukning mældist á sértæku IgG í sermi.
  Útskilnaður bóluefnisins var ávallt bundinn við fyrsta dag eftir bólusetningu, eða tímapunkta D1, D15 og D29. Þar sem 5 mýs af 10 skildu út lifandi veiklaða bóluefnið eftir fyrstu bólusetninguna en aðeins ein mús af 10 eftir báðar endurbólusetningarnar. Tímapunktana D2, D3, D16 og D29 var enginn útskilnaður bóluefnisins.
  Ályktun: Þessi aðferð virðist ekki eins áhrifarík í myndun sértækra mótefna við CTB eins og þegar hreint CTB er gefið. Það gæti t.d. stafað af of þéttri tengingu bakteríufruma sem gæti valdið því að ónæmiskerfið sér ekki antigenið nógu vel. Engin aukning var á IgG það þarfnast frekari rannsókna en skoða þarf sérstaklega áhrif þess að gefa það sublingualt. Með frekari rannsóknum væri svo hægt að kanna hvort bóluefnið veiti vörn gegn kóleru.

Accepted: 
 • May 17, 2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24671


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Ritgerd.pdf829.69 kBLocked Until...2020/05/01HeildartextiPDF