Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/24672
Markmið þessarar ritgerðar er að skoða fjárhagslegan mun á að einkavæða eða ríkisreka Landsbankann. Til þess var framkvæmt virðismat á bankanum ásamt þremur öðrum bönkum frá Norðurlöndunum til að meta virði þeirra með samanburði á fjórum kennitölum en þær kennitölur sem notast var við eru V/H hlutfall, V/H hlutfall Shiller, V/I hlutfall og eiginfjárhlutfall. Við þá útreikninga var Landsbankinn borinn saman við erlendu bankana til að meta fjárhagslega stöðu hans.
Við samanburðinn á kennitölunum leiddu niðurstöður til þess að fjárhagsleg staða Landsbankans styrktist á síðustu árum og færðist því nær með hverju árinu hlutföllum erlendu bankanna sem komu betur út úr samanburðinum. Batnandi gengi Landsbankans gefur til kynna að eigandi bankans geti verið bjartsýnn á aukinn hagnað í framtíðnni. Ef vel gengur hjá ríkinu með rekstur bankans og með væntingar um aukinn hagnað þarf sterk rök fyrir því að vilja selja þessa eign og ef að sölu verður megi menn gera væntingar um hátt söluverð.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
BS_HMH.pdf | 967.14 kB | Open | Heildartexti | View/Open |