en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/24679

Title: 
  • Title is in Icelandic „Ég nenni ekki að vera í einhverri keppni við símann hans.“ Notkun og áhrif snjallsímans í nútíma ástarsamböndum
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Viðfangsefni rannsóknarinnar er hvort snjallsíminn hafi möguleg áhrif á samskipti, samveru og samlíf í samböndum. Notast var við eigindlega nálgun þar sem tekin voru viðtöl við fimm einstaklinga á aldrinum 20-25 ára sem áttu það sameiginlegt að vera í ástarsambandi og vera eigendur snjallsíma.
    Skoðuð var notkun snjallsímans í fjarveru og samveru para með áherslu á notkun hans í svefnherberginu. Þemun fundust með því að rýna í niðurstöður og kom m.a. fram skortur á athygli og pirringur og að tímanum væri betur varið í aðra hluti en snjallsímann, bæði almennt og í svefnherberginu. Snjallsíminn virtist hafa talsverð áhrif á gæði samverustunda paranna og snjallsíminn hafði ýmist verið bannaður innan svefnherbergisins eða notkun orðin meðvituð, rædd og takmörkuð. Við fræðilega gagnaöflun fundust rannsóknir sem styðja niðurstöður þessarar rannsóknar um áhrif notkunar snjallsímans á samskipti. Notkunin er augljóslega komin meira í umræðuna og er mögulega meira vandamál en rannsakandi gerði sér grein fyrir. Umræðurnar um snjallsímanotkun almennt og í ástarsamböndum er á neikvæðum nótum og má finna ýmsar blaðagreinar og fréttir þar sem bent er á mögulegar afleiðingar notkunar snjallsímans hvað varðar samskipti og sambönd. Rannsóknin þessi er sett í samhengi við aðrar rannsóknir og kenningar til að skýra niðurstöður betur.

Accepted: 
  • May 17, 2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24679


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
ba.ritgerd.ÞS.pdf726.23 kBOpenHeildartextiPDFView/Open
Yfirlýsing_Þórhildur.pdf311.19 kBLockedYfirlýsingPDF