is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24689

Titill: 
  • Meiðsli í ballett og fimleikum: Tíðni, tegundir meiðsla, áhættuþættir og aðkoma sjúkraþjálfara
  • Titill er á ensku Injuries in ballet and gymnastics: Prevalence and types of injuries, risk factors and physiotherapists involvement
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ballett og fimleikar eru greinar sem reglulega eru nefndar samhliða umfjöllun um háa tíðni álagsmeiðsla, átraskana og fleiri kvilla sem gjarnan fylgja þeim greinum sem falla undir fagurfræðilegar íþróttir. Greinarnar eru að mörgu leyti líkar þó svo að önnur teljist til listgreina og hin til íþrótta. Báðar krefjast mikils liðleika, styrks og aga frá iðkendum sem stunda sérhæfða þjálfun frá unga aldri. Þetta verkefni er fræðileg samantekt með það markmið að kanna þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á tíðni, tegund og forvörnum meiðsla í ballett og fimleikum auk aðkomu sjúkraþjálfara að forvörnum og meðferð. Fjölmargir þættir hafa áhrif á þróun meiðsla og í þessu verkefni verður fjallað um þá þætti sem vega þyngst í hvorri grein fyrir sig en einnig hvort þar megi sjá sameiginlega þætti. Rannsóknir hafa sýnt fram á háa tíðni meiðsla í báðum greinum eða allt að 5,3 meiðsli fyrir hverjar 1000 klst ástundunar. Í ballett eru álagsmeiðsli algengari, um 64-72% á móti 35,8-40,6% í fimleikum, en í fimleikum er tíðni bráðra meiðsla hærri eða um 52-83,4% á móti 28-40% í ballett. Neðri útlimir verða oftast fyrir áverkum og þá helst ökklinn. Helstu áhættuþættir meiðsla eru æfingaálag, hærri aldur og erfiðleikastig hjá báðum greinum. Einnig hafa þessir hópar tilhneigingu til að snúa aftur til æfinga eftir meiðsli áður en fullum bata er náð og jafnvel halda áfram að æfa þrátt fyrir að meiðsli séu til staðar. Höfundar telja mikla þörf á aukinni aðkomu sjúkraþjálfara að forvörnum í formi þjálfunar og eftirfylgni eftir meiðsli í þessum greinum.

  • Útdráttur er á ensku

    Ballet and gymnastics are regularly mentioned when frequencies of overuse injuries, eating disorders and other things often linked to so-called aesthetic sports, are discussed. Both disciplines are physical activities that require balance, flexibility and strength although one is considered to be a sport and the other an art form. Both focus heavily on coordination, execution of specific movements participants start their training at a young age. This paper reviews the existing literature on incidence, types of injuries, risk factors and the role of physical therapists in preventing and treating injuries in ballet and gymnastics. Many factors can affect the development of injuries in these two aesthetic sports. This paper will summarize the most common risk factors and also look into whether ballet and gymnastics have any common risk factors. Research has shown that the incidence of injuries in both of these fields is high, up to 5,3 injuries per 1000 hours off athlete exposure. In ballet, overuse injuries are more common or 64-72% versus 35,8-40,6% in gymnastics, but in gymnastics, acute injuries are more common or 52-83,4% versus 28-40% in ballet. Lower extremities are the most commonly injured body part, especially the ankle. The main risk factors are hours of training, age and training level. Both these groups have the tendency to continue training in spite of injuries which can lead to injuries being underreported. The authors conclude that physical therapy should play a bigger role in prevention and treatment of injuries in these disciplinces.

Samþykkt: 
  • 18.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24689


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS - Lokaútgáfa.pdf770.32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð-Kara Elvarsdóttir og Þórdís Ólafsdóttir.pdf1.7 MBLokaðurYfirlýsingPDF