is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2469

Titill: 
 • Áhrifaþættir þjálfunar hjá fólki með slitgigt : hvað hvetur, hvað letur?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Fram hafa komið rannsóknarniðurstöður sem benda til þess að fólk með slitgigt geti bætt líðan sína verulega með reglulegri líkamsþjálfun. Þrátt fyrir það virðist fólk með slitgigt þjálfa sig marktækt minna en jafnaldrar þess án gigtar og hafa takmarkaða þjálfunarheldni.
  Tilgangur: Að dýpka skilning á því hver reynsla fólks með slitgigt er af þjálfun, hvað hvetur og hvað letur þessa einstaklinga til þjálfunar.
  Aðferð: Þátttakendur voru tólf manns, valdir með tilgangsúrtaki, 50 – 82 ára, 9 konur og 3 karlmenn. Rannsóknaraðferðin var eigindleg, byggð á Vancouver-skólanum í fyrirbæra-fræði, sem leggur áherslu á opnar, óstaðlaðar samræður.
  Niðurstöður: Áhugahvöt og afstaðan til verkja voru lykilatriði í því hvort þátttakendur náðu að tileinka sér þjálfun sem lífsstíl við breyttar aðstæður. Aðrir einstaklingsbundnir áhrifaþættir voru aðlögunarhæfni, framtakssemi, heilbrigðis- og þjálfunarviðhorf og fyrri þjálfunarreynsla. Félagslegt umhverfi þátttakenda og afstaða fjölskyldu og fagfólks skipti máli. Raunhæft mat sjúkraþjálfara á getu þátttakenda til þjálfunar og samskiptin þeirra á milli voru einnig mikilsverðir þættir. Efnislegir áhrifaþættir á borð við veðurfar, aðstöðuna til þjálfunar og ferlimál gátu verið hvort sem var hagstæðir eða óhagstæðir. Vandkvæði með persónulegt hreinlæti var nefnt sem letjandi til þjálfunar.
  Ályktanir: Mikilvægt er að fagaðilar átti sig á því að áhugahvöt skjólstæðinganna getur verið hvort heldur er ánægjuhvöt og/eða árangurshvöt, að afstaðan til verkja sé lykilatriði og að margvíslegir þættir, bæði einstaklingsbundnir og efnislegir geta hvort sem er hvatt eða latt til þjálfunar. Efla þarf vitund lækna um mikilvægi þjálfunar hjá fólki með slitgigt, rétt mat sjúkraþjálfara á getu fólks með slitgigt getur verið grundvallaratriði í því að það nái að tileinka sér þjálfun og mikilvægt er að fagfólk tileinki sér faglega umhyggju. Mögulegt er að nota niðurstöður rannsóknarinnar sem grunn að matstæki fyrir hvetjandi og letjandi þætti til þjálfunar.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til júlí 2010
Samþykkt: 
 • 6.5.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2469


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrifaþættir þjálfunar hjá fólki með slitgigt.pdf1.05 MBOpinnÁhrifaþættir þjálfunar - heildPDFSkoða/Opna
Áhrifaþættir þjálfunar_hskr_efnisyfirlit.pdf1.05 MBOpinnÁhrifaþættir þjálfunar - forsíða, útdráttur, efnisyfirlit, heimildaskrá og fylgiskjölPDFSkoða/Opna