is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24693

Titill: 
 • Bygging utanfrumu DNA í líkamsvökvum þungaðra kvenna og kvenna með meðgöngueitrun
Námsstig: 
 • Diplóma bakkalár
Útdráttur: 
 • Utanfrumu DNA (cell-free DNA, cfDNA) er til staðar í líkamsvökvum. Ekki er að fullu vitað hvaðan cfDNA kemur en líkleg skýring er að það losni úr frumum við eðlilega frumuumsetningu. Styrkur cfDNA í heilbrigðum einstaklingum er breytilegur og getur verið frá 0 – 100 ng/mL. Aukning verður á cfDNA t.d. þegar fólk eldist, við og eftir hreyfingu og við ákveðið sjúkdómsástand.
  Frumur í fylgju losa utanfrumu DNA af fósturuppruna (cell-free-fetal DNA, cffDNA) í plasma þungaðrar konu. cffDNA er notað við ýmsar greiningar eins og t.d. fósturskimanir en lítið er viðtað um byggingu þess. Komið hefur í ljós að styrkur cfDNA í plasma þungaðra kvenna með meðgöngueitrun er aukinn. Ákveðið var að rannsaka byggingu cfDNA í plasma og frumulausu þvagi þungaðra kvenna og þungaðra kvenna með meðgöngueitrun.
  Meðgöngueitrun er sjúkdómur sem hrjáir um 5-8% þungaðra kvenna í heiminum og er algeng orsök fyrirburafæðinga. Meinalífeðlisfræði sjúkdómsins er ekki fullþekkt og ekki er til önnur lækning við honum en fæðing. Mikið er lagt upp úr því að greina sjúkdóminn snemma til að hægt sé að meðhöndla einkennin og fresta fæðingu.
  Norðurljósagreining er aðferð sem gefur góða mynd af byggingu og lögun DNA. Aðferðin byggist á að rafdraga kjarnsýrusýni með tvívíðum þáttháðum rafdrætti. Við rafdráttinn aðskiljast kjarnsýrur bæði eftir stærð og þætti og hægt er að greina ýmsar byggingarlegar skemmdir í DNA með aðferðinni.
  Niðurstöður sýndu fram á að hægt var að beita NLA til að greina stærð og lögun DNA sameinda í líkasmvökvum m.a. hjá þunguðum konum. Einnig kom í ljós að mynstur voru mismunandi eftir gerð líkamsvökva og eftir einstaklingum. Breytileikar á samsetningu cfDNA í plasma þungaðra kvenna sem fengu meðgöngueitrun komu einnig í ljós.

Samþykkt: 
 • 19.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24693


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bygging utanfrumu DNA í líkamsvökvum þungaðra kvenna og kvenna með meðgöngueitrun .pdf4.96 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna