is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24694

Titill: 
  • Álagseinkenni og streita meðal íslenskra handboltamanna. Áreiðanleiki íslenskrar þýðingar Sport Anxiety Scale-2, algengi álagseinkenna, íþróttatengdra kvíðaeinkenna og einkenna almennrar kvíðaröskunar og fylgni þar á milli
  • Titill er á ensku Overuse symptoms and stress among Icelandic male handball players. Reliability of the Sport Anxiety Scale-2, frequency of overuse symptoms, sport state anxiety symptoms and general anxiety symptoms and the correlation there between
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að áreiðanleikaprófa íslenska þýðingu Sport Anxiety Scale-2 spurningalistans (SAS-2) og kanna algengi og fylgni á milli álagseinkenna, íþróttatengdra kvíðeinkenna og einkenni almennrar kvíðaröskunar hjá íslenskum handboltamönnum. Oslo Sports Trauma Research Center Overuse Injury Questionnaire (OSTRCQ) var notaður til að kanna algengi álagseinkenna, SAS-2 spurningalistinn var notaður til að kanna íþróttatengd kvíðaeinkenni og Generalized Anxiety Disorder 7 spurningalistinn (GAD-7) til að mæla einkenni almennrar kvíðaröskunar. Spurningalistarnir voru sendir á netföng 197 leikmanna í efstu tveimur deildum karla í handbolta á Íslandi með tveggja vikna millibili. Helstu niðurstöður voru þær að heildarsamræmi íslenskrar þýðingar SAS-2 spurningalistans í endurmælingum var 56,8% (hóflegt samræmi) og fylgnistuðull (ICC3,1) var 0,87. Alls fundu 55,4% þátttakenda fyrir álagseinkennum í einum eða fleiri eftirtalinna líkamshluta: 24,1% í mjóbaki, 22,9% í öxl og 21,7% í hnjám. Marktækt fleiri í aldurshópnum 30 ára og eldri voru með álagseinkenni í mjóbaki borið saman við yngri aldurshópa. Marktækt fleiri í hópum 18-21 árs og 22-25 ára voru með álagseinkenni í hnjám borið saman við 30 ára og eldri. Marktækt fleiri hornamenn voru með álagseinkenni í öxl heldur en línumenn. Meðalstigafjöldi á SAS-2 spurningalistanum var 23,1 stig og 4,2 stig á GAD-7 listanum. Alls fengu 9,6% þátttakenda ≥ 10 stig á GAD-7 spurningalistanum, sem bent getur til almennrar kvíðaröskunar. Niðurstöðurnar benda til þess að íslensk þýðing SAS-2 spurningalistans sé áreiðanlegt matstæki í endurmælingum. Kvíðaeinkenni almennrar kvíðaröskunar eru sambærileg og hjá íslenskum atvinnumönnum í boltaíþróttum og virðast meiri en hjá almennu þýði. Tíðni álagseinkenna í hnjám og öxl er sambærileg rannsóknum frá öðrum löndum en tíðni virðist hærri í mjóbaki í þessari rannsókn.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study was to test the Sport Anxiety Scale-2 (SAS-2) questionnaire for test-retest reliability and assess the prevalence and correlation between overuse symptoms, sport related anxiety symptoms and symptoms of generalized anxiety disorder among Icelandic handball players. The Oslo Sports Trauma Research Center Overuse Injury Questionnaire (OSTRCQ) was used to assess the prevalence of the overuse symptoms, the SAS-2 to assess symptoms of sport related anxiety and the Generalized Anxiety Disorder 7 questionnaire (GAD-7) to assess symptoms of generalized anxiety disorder. The questionnaires were sent to e-mails of 197 male handball players in the top two leagues in Iceland with two weeks intervals. The main results of the study were that the test-retest consistency of the SAS-2 questionnaire was 56.8% (fair consistency) and it had a correlation (ICC 3.1) of 0.87. In the whole, 55.4% of the participants had overuse symptoms in one or more of the following bodyparts: Lower back (24.1), shoulders (21.7) or knees (22.9). Significantly more participants, 30 years and older, had overuse symptoms in the lower back compared to younger groups. Significantly more participants, 18-21 and 22-25 years old, had overuse symptoms in knees compared to 30 years old and older. Wing players had significantly more overuse symptoms in the shoulder than line players. Average score on the SAS-2 questionnaire was 23.1 points and 4.2 points on the GAD-7 questionnaire. In total, 9.6% of participants got ≥ 10 points on GAD-7, which is often used as a cut-off score for generalized anxiety disorder. The results indicate that the Icelandic translation of the SAS-2 questionnaire is reliable in repeated measures. The severity of generalized anxiety disorder symptoms was similar to the results of a study on anxiety among Icelandic professional athletes in ball sports and appear to be more severe than in the general population. The prevalence of overuse symptoms in knees and shoulders are comparable to other studies but appears to be higher in lower back in this study.

Samþykkt: 
  • 19.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24694


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Álagseinkenni og streita.pdf731.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf128.87 kBLokaðurYfirlýsingPDF